Loksins laus við gúmmídekk eftir tvö erfið ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. október 2021 09:00 Myndir og myndbönd af skógarhirtinum hafa gengið um samfélagsmiðla síðustu tvö árin. Twitter/CPW NE Region/Dan Jaynes Dýralífsyfirvöld í Colorado-fylki í Bandaríkjunum segja að gúmmídekk sem hefur verið fast utan um háls skógarhjartar í tvö ár hafi loksins náðst af honum. Vandinn fólst ekki í að ná dekkinu af heldur að klófesta sjálfan hjörtinn sem hefur runnið úr greipum yfirvalda á svæðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og oftar en þrisvar ef út í það er farið því það var í fjórðu tilraun yfirvalda, aðeins í síðustu viku, til að skjóta hann með deyfibyssu sem það loksins hafðist. Starfsmenn dýralífsyfirvalda í fylkinu urðu að skera gríðarstór horn skógarhjartarins af honum til að geta fjarlægt dekkið því þeim tókst ekki að klippa sig í gegn um stálvíra í kanti dekksins. Here is some video of this bull elk over the past two years. pic.twitter.com/R6t9nNPOyb— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 „Við hefðum frekar kosið að skera dekkið af og skilja hornin eftir fyrir hann en staðan var bara þannig að við urðum að ná dekkinu af eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir Scott Murdoch, starfsmanni yfirvalda, í frétt The Guardian. Dýralífsyfirvöld hafa lengi deilt myndum og myndböndum af hirtinum á samfélagsmiðlum en dýrið er fjögurra ára gamalt. More video, courtesy of Pat Hemstreet, of the bull elk prior to when wildlife officers were able to remove the tire that was around its neck.Story: https://t.co/WHfkfPuAck pic.twitter.com/xqKm4Zl4NE— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 Yfirvöld segja það ótrúlegt hversu vel farinn háls hjartarins var eftir dekkið þó það megi ljóst vera að það hafi íþyngt honum mjög síðustu tvö árin. Hann var ekki nema með eitt lítið sár en hafði þó misst nokkuð af hári af svæðinu í hring um hálsinn. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Og oftar en þrisvar ef út í það er farið því það var í fjórðu tilraun yfirvalda, aðeins í síðustu viku, til að skjóta hann með deyfibyssu sem það loksins hafðist. Starfsmenn dýralífsyfirvalda í fylkinu urðu að skera gríðarstór horn skógarhjartarins af honum til að geta fjarlægt dekkið því þeim tókst ekki að klippa sig í gegn um stálvíra í kanti dekksins. Here is some video of this bull elk over the past two years. pic.twitter.com/R6t9nNPOyb— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 „Við hefðum frekar kosið að skera dekkið af og skilja hornin eftir fyrir hann en staðan var bara þannig að við urðum að ná dekkinu af eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir Scott Murdoch, starfsmanni yfirvalda, í frétt The Guardian. Dýralífsyfirvöld hafa lengi deilt myndum og myndböndum af hirtinum á samfélagsmiðlum en dýrið er fjögurra ára gamalt. More video, courtesy of Pat Hemstreet, of the bull elk prior to when wildlife officers were able to remove the tire that was around its neck.Story: https://t.co/WHfkfPuAck pic.twitter.com/xqKm4Zl4NE— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 Yfirvöld segja það ótrúlegt hversu vel farinn háls hjartarins var eftir dekkið þó það megi ljóst vera að það hafi íþyngt honum mjög síðustu tvö árin. Hann var ekki nema með eitt lítið sár en hafði þó misst nokkuð af hári af svæðinu í hring um hálsinn.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira