Sköpum öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk Haukur Valtýsson og Jóhann Steinar Ingimundarson skrifa 12. október 2021 09:30 Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Íþróttir barna Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í íþróttalögum er kveðið á um að eitt héraðssamband eða íþróttabandalag skuli vera í hverju íþróttahéraði. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð, þar sem annars vegar eru sjö íþróttabandalög og hins vegar átján héraðssambönd, sem ÍSÍ og UMFÍ ákveða skv. íþróttalögum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéruð eru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Veigamiklar breytingar hafa hins vegar ekki orðið á lögbundnu hlutverki héraðanna frá stofnun þeirra. Á stofnárum íþróttahéraðanna voru samgöngur talsvert verri en við eigum að venjast í dag. Byggða- og tækniþróun hefur tekið stakkaskiptum sem meðal annars hefur skilað sér í betri samskiptum á milli svæða og fólksins sem þar býr. Því má velta fyrir sér hvort sá grunnur sem íþróttahéruðin byggja á sé mögulega barn síns tíma og hvort unnt sé að efla héruðin, skerpa á hlutverki þeirra og skyldum til hagsbóta fyrir félögin og íbúa þeirra. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni styðja við starf íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Þar má nefna Sýnum karakter, starfsemi Æskulýðsvettvangsins og Samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá vinna ÍSÍ og UMFÍ að því að búa til verkfærakistu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt því að samræma verkferla og auðvelda starfsfólki vinnuna. Þessi verkefni þarfnast innleiðingar og sífelldrar endurskoðunar. Þar gætu öflug íþróttahéruð haft frumkvæði og veitt stuðning. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangsmikil stefnumótunarvinna hjá UMFÍ í nánu samstarfi við stjórnendur aðildarfélaganna. Stefnan, sem er lifandi skjal, verður kynnt á sambandsþingi UMFÍ á Húsavík um næstu helgi. Þar hittast fulltrúar allra 450 aðildarfélaga UMFÍ af öllu landinu. Stefnan nær m.a. til málefna íþróttahéraða enda ljóst að ákveðin verkefni standa útaf miðað við núverandi fyrirkomulag þeirra. Því verðum við að ræða af alvöru hvert hlutverk og markmið íþróttahéraðanna skuli vera þannig að þau þjóni hlutverki sínu betur í samfélagi nútímans. Öflugri íþróttahéruð með sameiginlegt hlutverk og skýr markmið eru samfélaginu til góða. Haukur Valtýsson er formaður UMFÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson er varaformaður UMFÍ.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar