Getur endað með einangrun ungs fólks Sigríður Fossberg Thorlacius skrifar 22. október 2021 08:04 Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skortur á úrræðum og stuðningi við ungt fólk sem stamar getur haft afar neikvæð áhrif og stuðlað að því að ungmenni sem stama dragi sig í hlé eða endi í algjörri einangrun. Töluvert hefur borið á fyrirspurnum til Málbjargar vegna þessa en ein helsta ástæðan er sú að biðlistar eftir þjónustu talmeinafræðinga eru mun lengri en boðlegt getur talist. Dæmi er um að 15 ára einstaklingur sé búinn að vera á biðlista síðan í október 2020 – eða í rúmlega ár. Sérstaklega er þessi langa bið áberandi úti á landi en á þó einnig við um höfuðborgarsvæðið. Það er ekki við talmeinafræðingana sjálfa að sakast heldur umgjörð stjórnvalda um starfsréttindi þeirra. Þetta er alvarlegt staða að mínu mati, þar sem það að stama getur haft afar djúpstæð áhrif á einstaklinga alla ævi. Stami er oft líkt við ísjaka og er því þá skipt upp í ytri og innri einkenni. Ytri einkennin eru þá það sem við heyrum og sjáum, þ.e.a.s. sýnilegi hluti ísjakans og hins vegar innri einkenni sem ekki sjást líkt og huldi hluti ísjakans. Undir yfirborðinu getur því leynst kvíði, gremja, skömm, ótti, sektarkennd, hlédrægni og jafnvel erfiðleikar í samskiptum svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar við allar þær tilfinningar sem búa innra með einstaklingi sem stamar hafa margir þeirra jafnframt orðið fyrir einelti, áreitni og hæðni eða upplifað að þeir hafa ekki verið metnir að verðleikum á lífsleiðinni. Stam er oft misskilið og fólki sem stamar sagt að það þurfi að slaka aðeins á eða tala jafnvel örlítið hægar. Stam er hins vegar bara ein leið til þess að tjá sig og er mjög einstaklingsbundið og getur birst á ólíkan hátt. Stam getur sem dæmi komið fram sem hik, endurtekningar hljóða eða orða, lenging orða eða jafnvel erfiðleikar við að koma orðum út. Jafnframt geta margvíslegir kækir fylgt stami svo sem hopp, grettur, og fótastapp svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig einstaklingsbundið hvernig fólki líður með sitt stam og hvernig það nálgast það og hvort vilji er til að stjórna stami eða að reyna að draga úr því. Við sem stömum erum í raun jafn ólík og við erum mörg. Birtingarmynd stams í fjölmiðlum, eins og kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, hefur alla jafna styrkt neikvæðar og oft og tíðum rangar hugmyndir fólks um stam. Stam hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið karaktereinkenni persóna sem eiga að vera taugaveiklaðar, stressaðar, glíma við andleg veikindi eða gagngert notað til þess að vekja upp samúð með persónu hjá áhorfanda. Jákvæð framsetning í fjölmiðlum og jákvæðar og sýnilegar fyrirmyndir sem stama eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir neikvæðar tilfinningar einstaklinga með stam og ýta undir jákvæð viðhorf og rétta mynd almennings gagnvart stami. Við erum öll ólík og mismunandi kostum gædd, stam segir ekki til um greind, hæfileika eða hæfni einstaklinga ekki frekar en tungumál, útlit, kynþáttur eða hvað annað. Það sem við segjum skiptir máli en ekki hvernig við segjum það. Til að við finnum okkar styrk til að tjá okkur getur þjónusta talmeinafræðinga skipt sköpum. Vil ég fyrir hönd minna félagsmanna, á degi vitundarvakningar um stam, hvetja stjórnvöld til að ráðast í þá vinnu að gera börnum, ungmennum og eldra fólki, það auðveldara að komast að hjá talmeinafræðingum, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er forman Málbjargar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun