Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Rannveig Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:02 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Félagsmál Barnavernd Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun