Anna ekki eftirspurn eftir PS5 fyrir jólin og færa alla söluna á netið Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2021 10:25 Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO. Forsvarsmenn ELKO hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna skorts á PlayStation 5 leikjatölvum og sjá að ekki verði hægt að anna eftirspurn fyrir jólin. Þegar sendingar berast seljast þær upp á nokkrum mínútum. ELKO ætlar því að beina sölunni á leikjatölvunum á vefinn, líkt og áður, til að jafna aðstæður viðskiptavina. Fregnir hafa borist af því að Sony hafi dregið úr framleiðslumarkmiðum sínum vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum sem hefur komið niður á tækjaframleiðendum um allan heim og vegna vandræða við vöruflutninga. Áætlað er að Sony framleiði um fimmtán milljónir tölva á uppgjörsárinu sem endar í mars 2022, en áður var ætlunin að gera sextán milljónir. Sala leikjatölvanna hófst fyrir ári síðan en framboð hefur engan veginn annað eftirspurn síðan. ELKO er einn af stærri söluaðilum PlayStation hér á landi og bíða þúsundir viðskiptavina eftir því að fá tölvupóst um að tölvan sé fáanleg á lager, samkvæmt tilkynningu. „Þær sendingar sem við fáum seljast yfirleitt upp á örfáum mínútum en við sjáum mikið álag á vefnum í hvert skipti sem tölvan fer í sölu,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir að því hafi verið ákveðið að beina allri sölu á PS5 á vefinn. Markmiðið sé að allir viðskiptavinir fái jafna möguleika á að næla sér í eintak, sama hvar þeir séu á landinu. ELKO fær skamman fyrirvara um það hvenær sendingar og berast og hve margar PS5 eru á leiðinni en um leið og opnað er fyrir sölu fá viðskiptavinir sem hafa skráð sig fyrir tilkynningu tölvupóst um að salan hafi verið opnuð. „Það fá því allir viðskiptavinir jafnan fyrirvara,“ segir Arinbjörn. Arinbjörn mælir með því að þeir sem vilji koma höndum yfir PS5 noti „láttu mig vita“ hnappinn á vef ELKO. Von sé á einhverjum sendingum en fyrir liggi að færri muni fá eintök en vilja. Fréttin hefur verið uppfærð Sony Leikjavísir Skipaflutningar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
ELKO ætlar því að beina sölunni á leikjatölvunum á vefinn, líkt og áður, til að jafna aðstæður viðskiptavina. Fregnir hafa borist af því að Sony hafi dregið úr framleiðslumarkmiðum sínum vegna heimslægs skorts á hálfleiðurum sem hefur komið niður á tækjaframleiðendum um allan heim og vegna vandræða við vöruflutninga. Áætlað er að Sony framleiði um fimmtán milljónir tölva á uppgjörsárinu sem endar í mars 2022, en áður var ætlunin að gera sextán milljónir. Sala leikjatölvanna hófst fyrir ári síðan en framboð hefur engan veginn annað eftirspurn síðan. ELKO er einn af stærri söluaðilum PlayStation hér á landi og bíða þúsundir viðskiptavina eftir því að fá tölvupóst um að tölvan sé fáanleg á lager, samkvæmt tilkynningu. „Þær sendingar sem við fáum seljast yfirleitt upp á örfáum mínútum en við sjáum mikið álag á vefnum í hvert skipti sem tölvan fer í sölu,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO, í áðurnefndri tilkynningu. Hann segir að því hafi verið ákveðið að beina allri sölu á PS5 á vefinn. Markmiðið sé að allir viðskiptavinir fái jafna möguleika á að næla sér í eintak, sama hvar þeir séu á landinu. ELKO fær skamman fyrirvara um það hvenær sendingar og berast og hve margar PS5 eru á leiðinni en um leið og opnað er fyrir sölu fá viðskiptavinir sem hafa skráð sig fyrir tilkynningu tölvupóst um að salan hafi verið opnuð. „Það fá því allir viðskiptavinir jafnan fyrirvara,“ segir Arinbjörn. Arinbjörn mælir með því að þeir sem vilji koma höndum yfir PS5 noti „láttu mig vita“ hnappinn á vef ELKO. Von sé á einhverjum sendingum en fyrir liggi að færri muni fá eintök en vilja. Fréttin hefur verið uppfærð
Sony Leikjavísir Skipaflutningar Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira