Frjálslyndið vaknar í Rangárvallasýslu Bjarki Eiríksson skrifar 18. nóvember 2021 08:00 Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Rangárþing ytra Rangárþing eystra Bjarki Eiríksson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar