Drögum kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið Ragnhildur Ágústsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 15:01 „Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,” sagði ég 8 ára gömul án þess að blikna. Mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi enda hafði frú Vigdís Finnbogadóttir verið forseti Íslands frá því áður en ég fæddist. Góðar og sterkar kvenfyrirmyndir á öllum sviðum lífsins skipta miklu máli, ekki aðeins fyrir konur heldur samfélagið í heild. Við erum heppin hér á litla Íslandi að búa yfir fjölmörgum öflugum kvenfyrirmyndum, enda óvíða jafn há atvinnuþátttaka kvenna og konum gert jafn auðvelt um vik að stunda nám og vinnu óháð barneignum. Best í heimi en samt ekki nógu góð En betur má ef duga skal. Hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi er enn talsvert undir 40% lágmarkinu þrátt fyrir lögbundinn kynjakvóta og aðeins ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. Samkvæmt nýrri skýrslu um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum fer innan við 2% vísisfjármagns í sprotafyrirtæki stofnuð af konum eingöngu og aðeins 7% til fyrirtækja með stofnendur af báðum kynjum! Loks voru kynntar niðurstöður á Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fór í Hörpu á dögunum þar sem í ljós kom að traust til íslenskra kvenstjórnenda væri hvergi hærra en á Íslandi en samt vantaði enn 8% upp á að traustið væri til jafns við karlkyns kollega þeirra. Þó við séum best í heimi eigum við enn nokkuð langt í land. Hrós laðar fram það besta í fólki Við þurfum að halda áfram að hvetja konur til dáða. Við þurfum stanslaust að setja upp kynjagleraugun við viðburðahald og mannaráðningar og tryggja að við föllum ekki í gryfju ómeðvitaðrar hlutdrægni (e. unconscious bias), sem er eitthvað sem við erum öll sek um - líka við konurnar. Og við þurfum líka að hygla þeim karlmönnum sem meðvitað og markvisst styðja við bakið á jafnrétti og gefa konum tækifæri. Ég hef reynt að temja mér að láta fólk sem ég lít upp til vita af því hve mjög ég dáist að því ef tækifæri gefst. Ég trúi því nefnilega að mörg séum við með lítinn neikvæðnispúka á öxlinni sem er statt og stöðugt að sá efasemdafræjum í huga okkar. Gildir þá einu hversu örugg viðkomandi manneskja kann að virðast út á við. Svo ég reyni að vera dugleg að hrósa fólki sem á það skilið. Ég veit nefnilega ekki um neinn sem ekki gleðst yfir einlægu hrósi. Þær eru ófáar konurnar sem hafa verið mér fyrirmyndir um ævina og veitt mér innblástur. Sumar þekki ég, aðrar ekki. Sumar eru frumkvöðlar, aðrar framarlega í viðskiptalífi landsins, einhverjar eru stjórnmálakonur, listakonur, fjölmiðlakonur, íþróttakonur og svona mætti lengi telja. Þær hafa hvatt mig til dáða, ekki til að verða eins og þær heldur miklu fremur hefur mér þótt metnaður þeirra og framganga aðdáunarverð og til eftirbreytni. Viðurkenningarhátíð FKA Sumar þeirra kvenna sem ég lít mikið upp til hafa hlotið viðurkenningu FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu. Félagið stendur árlega fyrir viðurkenningarhátíð þar sem framlag þriggja kvenna í atvinnulífinu er verðlaunað. Ein kona hlýtur hvatningarverðlaun til frekari dáða, ein þakkarverðlaun fyrir verðugt ævistarf og aðalverðlaunin eru svo veitt konu sem hefur verið fyrirmynd annarra kvenna í íslensku atvinnulífi síðastliðið ár. Líkt og ég sagði í byrjun eru sterkar kvenfyrirmyndir afar mikilvægar íslensku samfélagi og því vil ég hvetja fólk til að senda inn tilnefningar til FKA viðurkenningarinnar fyrir 25. nóvember nk. Hver sem er getur tilnefnt (einnig karlmenn!), hinar tilnefndu þurfa ekki að vera meðlimir í FKA og það tekur enga stund. Það eina sem þarf að taka fram er nafn viðkomandi konu, hvar hún starfar og stutt rökfærsla afhverju hún er tilnefnd (ein til tvær setningar). Þá er vert að taka fram að tilnefningin er leynileg. Sjálf er ég búin að tilnefna nokkrar konur í hverjum flokki enda haugur af konum út um allt land sem eru að gera frábæra hluti. Ég hafði þann háttinn á að láta þessar konur vita af tilnefningunni því ég efast ekki um að það sé hvatning fyrir þær að vita að eftir þeim og þeirra verkum sé tekið. En það er bara mín nálgun og alls ekki nauðsynlegt. Það sem er hins vegar nauðsynlegt er að halda áfram að draga kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið og ein leið til þess er að tilnefna þær til FKA verðlaunanna. Tekið er á móti tilnefningum á vefsíðu FKA. Höfundur er frumkvöðull, stjórnandi, femínisti og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,” sagði ég 8 ára gömul án þess að blikna. Mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi enda hafði frú Vigdís Finnbogadóttir verið forseti Íslands frá því áður en ég fæddist. Góðar og sterkar kvenfyrirmyndir á öllum sviðum lífsins skipta miklu máli, ekki aðeins fyrir konur heldur samfélagið í heild. Við erum heppin hér á litla Íslandi að búa yfir fjölmörgum öflugum kvenfyrirmyndum, enda óvíða jafn há atvinnuþátttaka kvenna og konum gert jafn auðvelt um vik að stunda nám og vinnu óháð barneignum. Best í heimi en samt ekki nógu góð En betur má ef duga skal. Hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi er enn talsvert undir 40% lágmarkinu þrátt fyrir lögbundinn kynjakvóta og aðeins ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. Samkvæmt nýrri skýrslu um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum fer innan við 2% vísisfjármagns í sprotafyrirtæki stofnuð af konum eingöngu og aðeins 7% til fyrirtækja með stofnendur af báðum kynjum! Loks voru kynntar niðurstöður á Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fór í Hörpu á dögunum þar sem í ljós kom að traust til íslenskra kvenstjórnenda væri hvergi hærra en á Íslandi en samt vantaði enn 8% upp á að traustið væri til jafns við karlkyns kollega þeirra. Þó við séum best í heimi eigum við enn nokkuð langt í land. Hrós laðar fram það besta í fólki Við þurfum að halda áfram að hvetja konur til dáða. Við þurfum stanslaust að setja upp kynjagleraugun við viðburðahald og mannaráðningar og tryggja að við föllum ekki í gryfju ómeðvitaðrar hlutdrægni (e. unconscious bias), sem er eitthvað sem við erum öll sek um - líka við konurnar. Og við þurfum líka að hygla þeim karlmönnum sem meðvitað og markvisst styðja við bakið á jafnrétti og gefa konum tækifæri. Ég hef reynt að temja mér að láta fólk sem ég lít upp til vita af því hve mjög ég dáist að því ef tækifæri gefst. Ég trúi því nefnilega að mörg séum við með lítinn neikvæðnispúka á öxlinni sem er statt og stöðugt að sá efasemdafræjum í huga okkar. Gildir þá einu hversu örugg viðkomandi manneskja kann að virðast út á við. Svo ég reyni að vera dugleg að hrósa fólki sem á það skilið. Ég veit nefnilega ekki um neinn sem ekki gleðst yfir einlægu hrósi. Þær eru ófáar konurnar sem hafa verið mér fyrirmyndir um ævina og veitt mér innblástur. Sumar þekki ég, aðrar ekki. Sumar eru frumkvöðlar, aðrar framarlega í viðskiptalífi landsins, einhverjar eru stjórnmálakonur, listakonur, fjölmiðlakonur, íþróttakonur og svona mætti lengi telja. Þær hafa hvatt mig til dáða, ekki til að verða eins og þær heldur miklu fremur hefur mér þótt metnaður þeirra og framganga aðdáunarverð og til eftirbreytni. Viðurkenningarhátíð FKA Sumar þeirra kvenna sem ég lít mikið upp til hafa hlotið viðurkenningu FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu. Félagið stendur árlega fyrir viðurkenningarhátíð þar sem framlag þriggja kvenna í atvinnulífinu er verðlaunað. Ein kona hlýtur hvatningarverðlaun til frekari dáða, ein þakkarverðlaun fyrir verðugt ævistarf og aðalverðlaunin eru svo veitt konu sem hefur verið fyrirmynd annarra kvenna í íslensku atvinnulífi síðastliðið ár. Líkt og ég sagði í byrjun eru sterkar kvenfyrirmyndir afar mikilvægar íslensku samfélagi og því vil ég hvetja fólk til að senda inn tilnefningar til FKA viðurkenningarinnar fyrir 25. nóvember nk. Hver sem er getur tilnefnt (einnig karlmenn!), hinar tilnefndu þurfa ekki að vera meðlimir í FKA og það tekur enga stund. Það eina sem þarf að taka fram er nafn viðkomandi konu, hvar hún starfar og stutt rökfærsla afhverju hún er tilnefnd (ein til tvær setningar). Þá er vert að taka fram að tilnefningin er leynileg. Sjálf er ég búin að tilnefna nokkrar konur í hverjum flokki enda haugur af konum út um allt land sem eru að gera frábæra hluti. Ég hafði þann háttinn á að láta þessar konur vita af tilnefningunni því ég efast ekki um að það sé hvatning fyrir þær að vita að eftir þeim og þeirra verkum sé tekið. En það er bara mín nálgun og alls ekki nauðsynlegt. Það sem er hins vegar nauðsynlegt er að halda áfram að draga kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið og ein leið til þess er að tilnefna þær til FKA verðlaunanna. Tekið er á móti tilnefningum á vefsíðu FKA. Höfundur er frumkvöðull, stjórnandi, femínisti og félagskona í FKA.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun