Gjörgæsla í gjörgæslu Aníta Aagestad og Anna María Leifsdóttir skrifa 28. nóvember 2021 11:00 Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun