Segir Rússa tilbúna í átök Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2021 13:29 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í ræðu í dag að vesturveldin hefðu lagt rangt mat á niðurstöðu kalda stríðsins er þau töldu sig hafa unnið. AP/Mikhail Tereshchenko Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir ríkisstjórn sína tilbúna til hernaðarátaka sýni vesturveldin óvinveittar aðgerðir vegna Úkraínudeilunnar. Pútín hefur lengi sakað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið um að valda aukinni spennu nærri landamærum Rússlands. Þetta er þó í fyrsta sinn sem forsetinn gefur til kynna að hernaðarátök komi til greina, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Pútín sagði Rússa eiga rétt á því að bregðast við ógnunum. Á fundi í varnarmálaráðuneyti Rússlands í dag sagði Pútín að vesturveldunum væri um að kenna vegna spennunnar í Austur-Evrópu. Það væri útbreiðslu Atlantshafsbandalagsins að kenna að ástandið væri eins og það er. Forsetinn sagði ástæðuna vera að vesturveldin hefðu lagt rangt mat á úrslit kalda stríðsins, samkvæmt Reuters. Óttast aðra innrás í Úkraínu Rússar eru sagðir hafa komið um hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Eftir að Úkraína leitaði inngöngu í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið gerðu Rússar innrás á Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu og stutt þá með vopnum, peningum og hermönnum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, hélt því fram á áðurnefndum fundi í morgun að bandarískir málaliðar væru að undirbúa „ögrun“ í austurhluta Úkraínu sem tengdist efnavopnum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins. Bandaríkjamenn hefðu flutt til austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn hafa átt í átökum við áðurnefnda aðskilnaðarsinna og rússneska hermenn um árabil. Rússar kröfðust þess meðal annars um helgina að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Jens Stoltenberg, yfirmaður NATO, hefur þegar neitað að meina Úkraínu aðgang að bandalaginu. Úkraínumenn ráði því sjálfir hvort þeir sæki um og aðildarríki NATO ráði því sjálf hvort slík umsókn yrði samþykkt. Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01 Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. 8. desember 2021 06:56 Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. 5. desember 2021 14:33 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þetta er þó í fyrsta sinn sem forsetinn gefur til kynna að hernaðarátök komi til greina, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Pútín sagði Rússa eiga rétt á því að bregðast við ógnunum. Á fundi í varnarmálaráðuneyti Rússlands í dag sagði Pútín að vesturveldunum væri um að kenna vegna spennunnar í Austur-Evrópu. Það væri útbreiðslu Atlantshafsbandalagsins að kenna að ástandið væri eins og það er. Forsetinn sagði ástæðuna vera að vesturveldin hefðu lagt rangt mat á úrslit kalda stríðsins, samkvæmt Reuters. Óttast aðra innrás í Úkraínu Rússar eru sagðir hafa komið um hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Eftir að Úkraína leitaði inngöngu í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið gerðu Rússar innrás á Krímskaga og innlimuðu svæðið af Úkraínu. Rússar hafa einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu og stutt þá með vopnum, peningum og hermönnum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, hélt því fram á áðurnefndum fundi í morgun að bandarískir málaliðar væru að undirbúa „ögrun“ í austurhluta Úkraínu sem tengdist efnavopnum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins. Bandaríkjamenn hefðu flutt til austurhluta landsins þar sem Úkraínumenn hafa átt í átökum við áðurnefnda aðskilnaðarsinna og rússneska hermenn um árabil. Rússar kröfðust þess meðal annars um helgina að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Jens Stoltenberg, yfirmaður NATO, hefur þegar neitað að meina Úkraínu aðgang að bandalaginu. Úkraínumenn ráði því sjálfir hvort þeir sæki um og aðildarríki NATO ráði því sjálf hvort slík umsókn yrði samþykkt.
Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35 Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01 Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. 8. desember 2021 06:56 Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. 5. desember 2021 14:33 Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Bretar segja að NATO hersveitir muni ekki verjast innrás í Úkraínu Afar ólíklegt er að Bretar og bandamenn þeirra í Atlantshafsbandalaginu myndu senda hersveitir til aðstoðar Úkraínumönnum ef Rússar réðust inn í landið að sögn Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands. 19. desember 2021 09:35
Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. 10. desember 2021 13:01
Bandaríkjamenn hóta hörðum viðbrögðum en Pútín segir Rússa ekki ætla að ráðast inn í Úkraínu Bandaríkjamenn segjast vera að undirbúa sig undir að svara mögulegri árás Rússa á Úkraínu með afgerandi hætti. Þetta kom fram í máli Joe Bidens Bandaríkjaforseta á tvíhliða fundi sem hann átti með rússneskum kollega sínum Vladimir Pútín í gærkvöldi. 8. desember 2021 06:56
Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. 5. desember 2021 14:33
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46