Ver mína leikmenn og fannst ómaklega að þeim vegið Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2021 10:00 Guðmundur Guðmundsson einbeittur á hliðarlínunni á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs. Ísland tapaði engum leik þar með meira en tveggja marka mun, en endaði í 20. sæti. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson segir gagnrýni á íslenska karlalandsliðið í handbolta, í kringum HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, hafa verið óvægna á köflum. Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“ EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Guðmundur tilkynnti í gær hvaða leikmenn hann tæki með sér til Búdapest í janúar þar sem Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal. Í byrjun þessa árs endaði Ísland, sem meðal annars var án Arons Pálmarssonar, í 20. sæti á HM í Egyptalandi. Einu sigrar Íslands komu gegn Alsír og Marokkó en liðið tapaði gegn Portúgal, Sviss, Frakklandi og Noregi. Allir fjórir leikirnir töpuðust með tveggja marka mun. Á HM í Egyptalandi skaut Guðmundur meðal annars föstum skotum á sérfræðinga RÚV og sagði vel geta verið að óöryggi í sóknarleik liðsins væri vegna þess að búið væri að byggja upp óraunhæfar væntingar til liðsins: „Menn eru alltaf að setja þetta lið í eitthvað bílstjórasæti. Þetta er einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út, sérstaklega í umfjöllun hjá þessum stóru sérfræðingum til dæmis á RÚV,“ sagði Guðmundur þá meðal annars, og fannst „niðrandi“ að talað væri um að hann og íslenska liðið hefðu verið ráðalausir í 20-18 tapinu gegn Sviss. Guðjón Guðmundsson spurði Guðmund út í gagnrýnina á hann og liðið, eftir að Guðmundur kynnti EM-hóp sinn í gær, og hvort gagnrýnin hefði verið óvægin: „Já, mér fannst það á köflum. Ég ver mitt lið og mína leikmenn, og mér fannst svolítið ómaklega að þeim vegið. Sérstaklega með tilliti til þess að við höfum verið í þessu ferli – að byggja upp þetta lið. Það er efnilegt og allt það, og ég hef verið svolítið að vernda þá því ég veit hvað er í gangi. Hvert við erum að fara. Við stefnum hátt. Auðvitað kemur að því að við þurfum að stökkva út í þessa djúpu laug en við erum bara markvisst að vinna með það,“ sagði Guðmundur. Klippa: Guðmundur um gagnrýnina og vegferð íslenska liðsins Var ánægður með margt í þróun liðsins Eins og fyrr segir endaði Ísland í 20. sæti á HM, en rétt fyrir mótið hafði Ísland unnið góðan sigur á Portúgal í undankeppni EM. „Við áttum frábæran leik á móti Portúgal sem við unnum hér heima, en rétt töpuðum fyrir þeim úti. Sætið var ekki gott á HM en ég var engu að síður ánægður með margt í þróun liðsins. Það má ekki gleyma því að við vorum með fjóra lykilmenn meidda. Aron Pálmarsson var ekki með, ekki Haukur, og Janus Daði og Alexander Petersson duttu út. Engu að síður sá ég framfarir hjá liðinu,“ sagði Guðmundur í gær. „Verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því“ „Framfarirnar voru þannig að við vorum í mjög jöfnum leik á móti Frökkum, sem nú eru Ólympíumeistarar, og vorum 22-20 yfir þegar tólf mínútur voru eftir, og áttum möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Það segir mér hver getan getur verið hjá okkur. Við áttum líka mjög jafnan leik gegn Norðmönnum sem við höfum ekki átt séns í undanfarin ár. Ég hef horft í þetta, frekar en að velta mér upp úr því í nákvæmlega hvaða sæti við urðum. Ég er að velta fyrir mér hvernig við séum að þróast sem lið,“ sagði Guðmundur og bætti við: „Við þurfum hins vegar að bæta okkur á nokkrum sviðum, sóknarlega á köflum. Við þurfum líka að ná góðum stöðugleika í vörnina en hún var mjög góð megnið af síðasta móti. Við gerum okkur grein fyrir því að ég tók við þessu 2018 og hef markvisst byggt upp eiginlega nýtt lið. Farið í gegnum kynslóðaskipti. Við þær aðstæður þarf ég, og allir, að sýna liðinu ákveðinn skilning og hafa þolinmæði gagnvart því ferli sem er í gangi. Það er verið að koma á fót nýju íslensku landsliði og við erum komnir töluvert áleiðis í því.“
EM karla í handbolta 2022 HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Ég hef bullandi trú á þessu liði“ Guðmundur Guðmundsson segist bjartsýnn á að Ísland geri betur á EM í næsta mánuði en á HM í Egyptalandi fyrir tæpu ári síðan, þó að hann hafi reyndar verið ánægður með margt á því móti. 21. desember 2021 13:33
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06