Hrekkjalómur hrærður yfir Verbúð Ísak Hinriksson skrifar 28. desember 2021 10:30 Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20 Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum.
Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun