Er öryggi kennara og nemenda minna virði? Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 1. janúar 2022 09:30 Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Grunnskólar Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Grunnskólar eiga að vera einn öruggasti staður til að vera á og því eru kennarar furðu lostnir yfir einarðri afstöðu mennta- og barnamálaráðherra ríkisstjórnar Íslands um að hunsa með öllu tilmæli sóttvarnarlæknis um skólabyrjun á nýju ári. Með öryggi nemenda og kennara í hug hefur sóttvarnarlæknir lagt til að skólastarf í grunnskólum hefjist ekki fyrr en 10. janúar nk., en ráðherra tilkynnti opinberlega, án samráðs við kennara, að kennsla hæfist samkvæmt óbreyttu skipulagi. Þegar litið er er yfir sviðið og horft á þá nöturlegu staðreynd að smit hafa aldrei verið fleiri en einmitt nú, enn ein bylgjan er að ná hámarki og nemendur og kennarar líklega aldrei verið jafn varnarlausir fyrir smitum, ákveður ráðherra skyndilega að gera ekki það sem ætíð hefur verið gert í þessum skæða faraldri; að fylgja ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Á fundi formanns Félags grunnskólakennara með menntamálaráðherra í gær, var ráðherra gert það alveg ljóst að grunnskólakennarar eru afar ósáttir við þessa ákvörðun og er í raun hægt að tala um vatnaskil þegar ráðherra ákveður, þvert á ráðleggingar okkar færustu sérfræðinga og vísindamanna, að hefja skólastarf svona snemma á jafn viðkvæmum tíma og nú. Þeirri afstöðu var skýrt komið á framfæri við ráðherra. Rökstuðningur ráðherra um að opnir grunnskólar væru lykilatriði fyrir íslenskt samfélag mætir að sjálfsögðu skilningi kennara, enda vita þeir sem er að mikilvægi kennara og kennslu skipta sköpum. Rökin sem lögð eru fram mega þó ekki draga úr trúverðuleika og trausti sem samfélagið hefur haft til þeirra aðgerða sem þarf að grípa til vegna sóttvarnar aðgerða stjórnvalda, þrátt fyrir að þær séu oft bæði íþyngjandi og erfiðar. Mikilvægt er að ekki komi til gliðnunar í samskiptum almennings og yfirvalda. Félag grunnskólakennara hefur sýnt ríkan samstarfsvilja við yfirvöld en harmar þann skort á samráði sem hér er á ferðinni og bendir á að sú ákvörðun ráðherra að fresta ekki skólastarfi, er alfarið á hans ábyrgð og ríkisstjórnarinnar. Yfirlýstur vilji ráðherra til samráðs við grunnskólakennara á næstu dögum og vikum til að átta sig á stöðu kennara í faraldrinum – og raunar um önnur hagsmunamál – er lofsverður, en í ljós verður að koma hvort þetta er aðeins í orði en ekki á borði. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun