Forgangur og fjarkennsla: skóli, fötluð börn og viðeigandi aðlögun Anna Lára Steindal og Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifa 7. janúar 2022 12:00 Í mars verða liðin tvö ár frá því að heimsfaraldur Covid-19 skall á með tilheyrandi takmörkunum og röskun á högum okkar allra. Eftir því sem á líður er að koma æ betur í ljós að þetta ástand og álagið sem fylgir hefur haft slæm áhrif á andlega líðan og heilsu margra barna og ungmenna. Ekki aðeins hefur það verið áskorun fyrir börn og ungmenni að sinna námi og skólabókunum heldur hafa aðstæður einnig komið niður á félagslegum tengslum og óvissan um hversu lengi ástandið varir eða hvernig farlaldrinum vindur fram og hvaða takmarkanir eru í gildi hverju sinni hafa valdið óöryggi og kvíða. Fötluð börn og ungmenni eru mörg hver orðin mjög langþreytt á ástandinu, enda kemur það harkalega niður á þeim. Landssamtökin Þroskahjálp hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fötluðum börnum og ungmennum aðgengi að menntun, stuðningi, þjónustu og upplýsingum, eins og skylt er samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fullgiltur var af Íslandi árið 2016. Þessar skyldur falla auðvitað ekki niður í heimsfaraldri, en aðstæður hafa kallað á nýjar aðferðir og útfærslu á lögbundinni þjónustu og stuðningi. Almennt hefur verið skliningur á því hversu mikilvægt það er að leita allra leiða til þess að draga svo sem kostur er úr áhrifum faraldursins á börn og ungmenni, ekki síst fötluð börn og ungmenni. Það er vel og mikilvægt er að við missum ekki sjónar á þessu brýna verkefni. Enn krefjast aðstæður þess að við hugsum út fyrir boxið og mikilvægt er að við lærum af reynslunni. Í grein eftir Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Anna Björk Sverrisdóttir, sem báðar eru aðjúnktar við Menntavísindasvið HÍ og birt var í lok árs 2020, var rýnt í niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þroskaþjálfa í grunnskólum á Íslandi það ár. Þar kemur meðal annars fram að langflestir nemendur með sérþarfir fengu skerta þjónustu, fæstir þeirra gátu nýtt sér úrræði sem notuðust við fjarfundabúnað, mjög stórum hluta þeirra gekk illa að viðhalda félagslegum tengslum á tímum samkomutakmarkana og að mest skertist þjónusta við þau börn sem hafa mestar stuðningsþarfir. Þá kemur einnig fram að aðgreining færðist í aukana þar sem erfiðlega gekk að halda skólastarfi án aðgreiningar gangandi. Greinina má nálgast hér. Getum við breytt þessu? En þetta þarf alls ekki að vera svona. Ein ástæða þess að fötluð börn og ungmenni geta síður nýtt sér fjarfundarbúnað til náms og leiks er til dæmis sú að tæknin er ekki löguð að þörfum þeirra og þau fá ekki réttan stuðning við að nýta sér hana. Í grein sinni benda Ruth og Anna Björk á að þegar vel tekst til með að laga tæknina að fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir geta fötluð börn verið virkir þátttakendur í skólastarfinu, þótt það sé ekki með hefðbundnu sniði. Þetta kallast að veita viðeigandi aðlögun og er eitt af því sem gerð er krafa um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá eru dæmi um að fötluð börn urðu meiri hluti af hópnum þegar bekkjum var skipt upp í smærri hópa eftir línum sem ekki miðuðust við stuðningsþörf. Í einhverjum tilfellum var hætt að veita sérkennslu fyrir ákveðna nemendur í aðgreindu rými en fagfólkið kom þess í stað inn í hópana og veitti stuðninginn þar í fjölbreyttum nemendahópi. Sum þessara barna voru þarna að upplifa það í fyrsta sinn að tilheyra bekkjarsamfélaginu að fullu. Þessi dæmi sýna fram á að með því að skoða nýjar leiðir og lausnir má lágmarka skaðann sem fötluð börn og ungmenni verða fyrir þegar grípa þarf til hamlandi aðgerða í skólastarfi Nú þegar skólar eru að fara af stað í stærstu smitbylgjunni sem við höfum séð til þessa er mikilvægt að draga lærdóm af síðustu tveimur árum. Því vilja Landssamtökin Þroskahjálp benda á eftirfarandi: Mikilvægt er að veita viðeigandi aðlögun með því að haga fjarkennslu þannig að fötluð börn og ungmenni geti nýtt sér hana og veita þeim þann stuðning sem nauðsynlegur er til að þau geti nýtt sér tæknina með þessum hætti. Ef ekki er mögulegt að aðlaga fjarkennslu er mikilvægt að börn sem ekki geta nýtt sér hana séu ævinlega sett í forgang við röskun á skólastarfi. Reynslan kennir okkur að mikil hætta er á því að þeir sem tilheyra jaðarsettum hópum verði enn jaðarsettari við þær takmarkanir sem við höfum búið við og munum að líkindum búa við enn um stund að minnsta kosti. Mjög mikilvægt er að hafa þetta ævinlega í huga og leita leiða til að viðhalda inngildandi skóla- og frístundastarfi. Reynslan síðastliðin tvö ár kennir okkur líka að langvarandi skortur á félagslegum tengslum hefur ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir fötluð börn en það að mæta ekki í kennslustundir. Því er mikilvægt að leita allra leiða til þess að viðhalda félagslegri virkni þeirra. Mikilvægt er að hafa tiltækar upplýsingar um takmarkanir og aðgerðir á auðlesnu máli. Slíkar upplýsingar má nálgast á Miðstöð um auðlesinn texta sem Þroskahjálp hefur umsjón með, á vefslóðinni audlesid.is. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna hjá Landssamtökunum Þroskahjálp Sunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í mars verða liðin tvö ár frá því að heimsfaraldur Covid-19 skall á með tilheyrandi takmörkunum og röskun á högum okkar allra. Eftir því sem á líður er að koma æ betur í ljós að þetta ástand og álagið sem fylgir hefur haft slæm áhrif á andlega líðan og heilsu margra barna og ungmenna. Ekki aðeins hefur það verið áskorun fyrir börn og ungmenni að sinna námi og skólabókunum heldur hafa aðstæður einnig komið niður á félagslegum tengslum og óvissan um hversu lengi ástandið varir eða hvernig farlaldrinum vindur fram og hvaða takmarkanir eru í gildi hverju sinni hafa valdið óöryggi og kvíða. Fötluð börn og ungmenni eru mörg hver orðin mjög langþreytt á ástandinu, enda kemur það harkalega niður á þeim. Landssamtökin Þroskahjálp hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á mikilvægi þess að tryggja fötluðum börnum og ungmennum aðgengi að menntun, stuðningi, þjónustu og upplýsingum, eins og skylt er samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fullgiltur var af Íslandi árið 2016. Þessar skyldur falla auðvitað ekki niður í heimsfaraldri, en aðstæður hafa kallað á nýjar aðferðir og útfærslu á lögbundinni þjónustu og stuðningi. Almennt hefur verið skliningur á því hversu mikilvægt það er að leita allra leiða til þess að draga svo sem kostur er úr áhrifum faraldursins á börn og ungmenni, ekki síst fötluð börn og ungmenni. Það er vel og mikilvægt er að við missum ekki sjónar á þessu brýna verkefni. Enn krefjast aðstæður þess að við hugsum út fyrir boxið og mikilvægt er að við lærum af reynslunni. Í grein eftir Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Anna Björk Sverrisdóttir, sem báðar eru aðjúnktar við Menntavísindasvið HÍ og birt var í lok árs 2020, var rýnt í niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þroskaþjálfa í grunnskólum á Íslandi það ár. Þar kemur meðal annars fram að langflestir nemendur með sérþarfir fengu skerta þjónustu, fæstir þeirra gátu nýtt sér úrræði sem notuðust við fjarfundabúnað, mjög stórum hluta þeirra gekk illa að viðhalda félagslegum tengslum á tímum samkomutakmarkana og að mest skertist þjónusta við þau börn sem hafa mestar stuðningsþarfir. Þá kemur einnig fram að aðgreining færðist í aukana þar sem erfiðlega gekk að halda skólastarfi án aðgreiningar gangandi. Greinina má nálgast hér. Getum við breytt þessu? En þetta þarf alls ekki að vera svona. Ein ástæða þess að fötluð börn og ungmenni geta síður nýtt sér fjarfundarbúnað til náms og leiks er til dæmis sú að tæknin er ekki löguð að þörfum þeirra og þau fá ekki réttan stuðning við að nýta sér hana. Í grein sinni benda Ruth og Anna Björk á að þegar vel tekst til með að laga tæknina að fjölbreyttum hópi nemenda með ólíkar þarfir geta fötluð börn verið virkir þátttakendur í skólastarfinu, þótt það sé ekki með hefðbundnu sniði. Þetta kallast að veita viðeigandi aðlögun og er eitt af því sem gerð er krafa um í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá eru dæmi um að fötluð börn urðu meiri hluti af hópnum þegar bekkjum var skipt upp í smærri hópa eftir línum sem ekki miðuðust við stuðningsþörf. Í einhverjum tilfellum var hætt að veita sérkennslu fyrir ákveðna nemendur í aðgreindu rými en fagfólkið kom þess í stað inn í hópana og veitti stuðninginn þar í fjölbreyttum nemendahópi. Sum þessara barna voru þarna að upplifa það í fyrsta sinn að tilheyra bekkjarsamfélaginu að fullu. Þessi dæmi sýna fram á að með því að skoða nýjar leiðir og lausnir má lágmarka skaðann sem fötluð börn og ungmenni verða fyrir þegar grípa þarf til hamlandi aðgerða í skólastarfi Nú þegar skólar eru að fara af stað í stærstu smitbylgjunni sem við höfum séð til þessa er mikilvægt að draga lærdóm af síðustu tveimur árum. Því vilja Landssamtökin Þroskahjálp benda á eftirfarandi: Mikilvægt er að veita viðeigandi aðlögun með því að haga fjarkennslu þannig að fötluð börn og ungmenni geti nýtt sér hana og veita þeim þann stuðning sem nauðsynlegur er til að þau geti nýtt sér tæknina með þessum hætti. Ef ekki er mögulegt að aðlaga fjarkennslu er mikilvægt að börn sem ekki geta nýtt sér hana séu ævinlega sett í forgang við röskun á skólastarfi. Reynslan kennir okkur að mikil hætta er á því að þeir sem tilheyra jaðarsettum hópum verði enn jaðarsettari við þær takmarkanir sem við höfum búið við og munum að líkindum búa við enn um stund að minnsta kosti. Mjög mikilvægt er að hafa þetta ævinlega í huga og leita leiða til að viðhalda inngildandi skóla- og frístundastarfi. Reynslan síðastliðin tvö ár kennir okkur líka að langvarandi skortur á félagslegum tengslum hefur ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir fötluð börn en það að mæta ekki í kennslustundir. Því er mikilvægt að leita allra leiða til þess að viðhalda félagslegri virkni þeirra. Mikilvægt er að hafa tiltækar upplýsingar um takmarkanir og aðgerðir á auðlesnu máli. Slíkar upplýsingar má nálgast á Miðstöð um auðlesinn texta sem Þroskahjálp hefur umsjón með, á vefslóðinni audlesid.is. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna hjá Landssamtökunum Þroskahjálp Sunna Dögg Ágústsdóttir, verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar