Álitsgerð um heildarblóðmagn íslenska hestsins, magn og tíðni blóðtöku og möguleg áhrif hennar á fylfullar hryssur, út frá sjónarmiðum dýralæknavísinda og dýraverndar Barla Barandun og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel skrifa 8. janúar 2022 15:01 Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Blóðmagn í hrossum er almennt á bilinu 7% – 10% af líkamsþyngd en það er breytilegt eftir hestakynjum og er einnig háð kyni, aldri, fóðrunarástandi og þjálfun, en breytist líka smávægilega hjá fylfullum hryssum eftir fyrsta þriðjung meðgöngu (eftir 3,7 mánuði). Það þýðir að blóðmagnið hjá fylfullum hryssum eykst ef eitthvað er miklu seinna, löngu eftir blóðtökutímabilið. Eftir þessu að dæma nemur áætlað blóðmagn hjá íslenskri stóðhryssu sem er af norrænu hestakyni (óþjálfuð í venjulegu fóðurástandi) 7% af líkamsþyngdinni. Enski veðhlaupahesturinn (Thoroughbred) í fullri keppnisþjálfun getur náð blóðmagni sem samsvarar allt að 10% af eigin líkamsþyngd. Stóðhestar sem og ung folöld eru oft með blóðmagn nokkuð yfir meðaltali. Blóðmagn hrossa hækkar eða lækkar ekki í beinu samræmi við þyngdarbreytingu. Það þýðir að þegar hross fitna eykst blóðmagn þeirra ekki í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu! Mjög vandasamt er að leggja sjónrænt mat á þyngd hrossa og nauðsynlegt er að aðlaga og leiðrétta það mat með stórgripavog, ef meta á hve mikið blóð eigi að taka úr hrossi. Fullvaxin íslensk hross í góðu standi vega frá tæplega 300 kílóum og allt að rúmlega 400 kílóum. Ef reikna á út heildarblóðmagn hests til að komast að niðurstöðu um hversu mikið blóð er óhætt að taka án skaðlegra áhrifa á heilsufar, er nauðsynlegt að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Ef fylgja á viðmiðum um hæfilega blóðtöku er notkun á hrossavigt óhjákvæmileg. Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka 5 lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir. Fáanlegt er málband sem á að auðvelda mat á þyngd hrossa með mælingum á ummáli brjóstkassa en niðurstöður slíkra mælinga eru ónothæfar. Gera má ráð fyrir því að íslenskar blóðmerar sem eru af harðgerðu, norrænu hestakyni, óþjálfaðar og gengnar með í 100 daga í mesta lagi, vegi að meðaltali um 350 kíló og má áætla að blóðmagn þeirra sé ekki hærra en um 7% af líkamsþyngd, það eru þá 24,5 lítrar. Ef miðað væri við 8% hlutfall (sem er afar ósennilegt) væru það 28 lítrar. Ef við tökum sem dæmi mjög myndarlega hryssu í góðu standi (ekki feita) sem vegur 400 kíló og er með óvenju hátt blóðhlutfall, 8%, þá væri blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru 5 lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta! Samkvæmt reglum MAST virðist leyfilegt að taka 5 lítra blóðs á viku og endurtaka blóðtökuna allt að átta sinnum. Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils. Innan Evrópusambandsins og í Sviss er blóðtaka úr fylfullum hryssum og hryssum með folöld á spena bönnuð með öllu, nema í örlitlu magni til rannsókna og læknismeðferðar. Í þessum löndum er venjulega tekið blóð úr geldingum og með „Plasmapheresis“, aðferð þar sem blóðvökvi (Plasma) er unnið í þeim tilgangi að meðahöndla m.a. nýfædd folöld sem lenda í þeim aðstæðum að fá ekki broddmjólk. Hins vegar eru hreinar blóðgjafir frekar sjaldgæfar og mjög flóknar í framkvæmd og eiga þær einungis við, þegar mikill blóðmissir liggur fyrir hjá slösuðum eða veikum hesti. Í þessu samhengi skal bent á að þeim aðferðum sem beitt er á Haflingerbúinu í Meura í Thüringen í Þýskalandi eru ekkert í líkingu við blóðtökuna sem tíðkast á íslenskum blóðmerabúum. Í Meura er frumuhluta blóðsins skilað jafnóðum með blóðvökvaskiptum/plasmaskiptum (Plasamapheresis). Ástæða þess að blóðmerabúrekstur sem þessi, til vinnslu á PMSG, hefur ekki enn verið bannaður fyrir fullt og allt, eru langvarandi málaferli milli Bundesrepublik Deutschland og fylkisins Thüringen. Mikill munur er á því líkamlega álagi sem hross verða fyrir við beina blóðtöku eða þegar unnið er blóðefni með blóðvökvaskiptum (Plasmapheresis). Með þessari aðferð er þess gætt að hrossið tapi ekki blóðþrýstingi, með því að gefa “Ringer lactat” í æð og auk þess eru rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum og blóðflögum skilað aftur í saltlausn inn í æðakerfi hrossins samtímis. Með því móti er áhrifum á blóðþrýsting, súrefnismettun og blóðstorknun haldið í lágmarki. Blóðvökvi er samsettur úr 91% vatni, 7% prótíni, (albumín og glóbúlín) og 2% electrolyta, hormónum og næringarefni. Blóðvökvaskipti eru mjög flókin í framkvæmd samanborið við venjulega blóðtöku og krefjast sérstaks tækjakostar og umtalsverðrar fagkunnáttu. Í Sviss gilda ákveðnar reglur um dýravernd og við meðferð tilraunadýra og segja þær til um magn og tíðni blóðtöku. Yfirleitt er mælt með 10% af heildar blóðmagni dýrs með tveggja vikna millibili eða 7,5% með einnar viku millibili. Hross þola blóðmissi allt að 15%, í undantekningartilfellum jafnvel 20 – 30%, án þess að þurfa á blóðgjöf að halda en þau þurfa að minnsta kosti 1 mánuð til að jafna sig. Í Sviss og Þýskalandi er ekki leyfilegt að taka blóð í umtalsverðu magni úr fylfullum hryssum eða hryssum með folöld á spena í tilraunaskyni né með viðstkiptasjónarmið í huga, hvað þá með viku millibili. Þar að auki eru engar rannsóknir fyrirliggjandi sem fjalla um sambærilegar aðferðir við blóðtöku úr fylfullum hryssum eins og framkvæmdar eru á Íslandi, þar sem leyfilegt er að taka blóð úr hryssunum með viku millibili í 6 – 8 skipti í röð. Blóðmerabúin á Íslandi eru ekki einkamál Íslendinga. Ein aðalástæða þess að hestamenn og dýraverndarsinnar á meginlandi Evrópu hafa lýst andstöðu við blóðmerahald á Íslandi er sú að þó verslun með PMSG sé enn leyfileg innan Evrópubandalagsins þá er blóðmerahald bannað því það brýtur gegn dýraverndunarlögum. Þessi þversögn hefur sætt mikill gagnrýni og Evrópuþingið hefur lýst yfir andstöðu við viðskipti með PMSG með miklum meirihluta atkvæða. Málið er nú til frekari umfjöllunar hjá Evrópuráðinu. Auk þess ber að nefna að tilbúin, kemísk efni sem hafa sömu áhrif og PMSG eru nú þegar fáanleg og í stöðugri þróun. Nákvæmar klínískar blóð- og efnarannsóknir fyrir og í kjölfar blóðtöku eru ófrávíkjanleg regla þegar um er að ræða meðferð á tilraunadýrum í Sviss og Evrópubandalaginu. Rannsóknin sem krafist er af MAST (Hematokrit og blóðrauði) án skýrra tímamarka (á tveggja ára fresti) og einungis á hluta hryssanna, verður hins vegar að teljast ófullnægjandi með öllu. Blóðmagn tekið á Íslandi: 5 lítra blóðtaka úr hryssu sem vegur 350 eða 380 kíló með 7% eða 8% blóðmagn miðað við líkamsþyngd gefur eftirfarandi niðurstöður: Samkvæmt þessu er ljóst að það hlutfall heildarblóðmagns sem leyfilegt er að taka úr blóðmerum á Íslandi fer langt fram úr þeim hámarksgildum sem gengið er út frá í Sviss, Evrópubandalaginu og í Bandaríkjunum. Alþjóðleg viðmið gera ráð fyrir því að taka megi í mesta lagi 7,5 % af heildarblóðmagni hryssu á viku, og 10% ef tvær vikur líða milli blóðtaka. Ef taka á meira en 10% af heildarblóðmagni þarf að líða í það minnsta mánuður á milli. Gera má ráð fyrir því að þær aðferðir sem tíðkast við blóðtökur úr blóðmerum á Íslandi, sem sagt óvenju hátt hlutfall blóðmagns með aðeins viku millibili, valdi mjög miklu álagi jafnvel þó um sterkbyggðar og heilbrigðar íslenskar hryssur eru um að ræða. Búast má við heilsufarslegum einkennum á borð við lágan blóðþrýsting, veikluðu ónæmiskerfi, járnskorti, próteinskorti, fósturláti, líffæraskaða og illa höldnum folöldum. Reglulegar rannsóknir (blóðrannsóknir og klínískar rannsóknir) á öllum blóðmerum með áherslu á tímabilið rétt fyrir og á meðan á blóðtökum stendur og þar til öll blóðgildi eru orðin eðlileg á ný, myndu gefa skýra mynd af líkamlegu ástandi hryssanna og veita upplýsingar um mögulegan heilsufarslegan skaða. Því miður er ekki hægt að nálgast neinar slíkar rannsóknaniðurstöður á Íslandi – eru þær ef til vill ekki til? Blóðmerar á Íslandi eru aldar í stóði og úti allt árið. Samband þeirra við manninn takmarkast við blóðtökutímabilið, auk nauðsynlegra hófsnyrtinga og ormalyfsgjafa. Þegar fylfullum hryssunum er smalað í lítil hólf einu sinni í viku á tveggja mánaða tímabili, hefst álagið. Streitan eykst svo til muna þegar blóðtakan fer fram í þar til gerðum tökubás og folöldin eru tekin frá hryssunum á meðan. Þeim er þröngvað inn í básinn og gjarðir spenntar yfir bakið á þeim, meðal annars til að koma í veg fyrir að þær reisi sig upp á afturfæturna. Því næst er höfðinu komið fyrir í óeðlilegri stöðu og það fest til að geta stungið inn sprautunálinni sem er 5 mm í þvermál. Þessar aðstæður geta vakið ofsahræðslu hjá hrossum sem eru í eðli sínu flóttadýr. Af þessu sést að hryssunum er komið í vonlausa stöðu sem veldur þeim ekki aðeins miklum ótta heldur einnig líkamlegum sársauka. Varnarviðbrögð þeirra eru vafalaust misáberandi miðað við skapgerð og tamningu en þó er víst að flestar þeirra, hvort sem þær eru alveg ótamdar eða frumtamdar, lendi í svokölluðu lærðu hjálparleysi (“Learned helplessness”). (Lært hjálparleysi tilheyrir varnarviðbrögðum ósjálfráða taugakerfisins við álagi og hættu og er einnig kallað “play dead response”. Hin tvö viðbrögðin eru þekktari, en þau eru “flight or fight response” sem er þýtt sem áras eða flótti, eða að hrökkva eða stökkva.) Hryssurnar gefast upp. Þessari hegðun má alls ekki taka sem vísbendingu um að þær venjist atganginum eða séu samþykkar aðförunum. Sú staðhæfing að hryssurnar aðlagist stressinu sem fylgir blóðtökunni eftir nokkur skipti er alröng og ber vott um þekkingarleysi á hegðun og atferli hrossa. Staðreyndin er sú að vilji hryssanna er brotinn á bak aftur með valdi. Þær gefast upp og láta hið óhjákvæmilega yfir sig ganga. Þessar aðstæður brjóta gjörsamlega í bága við dýraverndunarlög. Reglur um blóðmerahald á Íslandi segja til um að dýralæknir skuli deyfa stungusvæði fyrir blóðtöku. Dýralæknir veit hins vegar að hryssurnar finna samt fyrir vissan sársauka við stunguna og eykur það enn á álag og varnarviðbrögð. Einnig ber að nefna að stungusvæðið virðist hvorki vera rakað né sótthreinsað. Þó sýkingarhættan sé minni á Íslandi en í heitari löndum/á meginlandi Evrópu getur það varla talist til vandaðra vinnubragða að hálfu dýralæknis. Að binda höfuð hests upp og til hliðar auðveldar aðgang að æðinni sem stungið er á. Undir venjulegum kringumstæðum, við meðferð hjá dýralækni, sveigir aðstoðarmaður háls hestsins lítillega, án valdbeitingar. Við endurteknar stungur í hálsbláæð hrossa (Jugular vein) með nál sem er 5 mm í þvermál getur komið til ertingar í æðaveggnum og mar getur myndast. Særindin geta aukist enn við það að nálarnar eru endurnýttar og verða því bitlausar. Þetta allt getur leitt til sársaukafullrar bólgumyndunar og í einstaka tilfellum lokast æðin. Þegar nálarnar eru endurnýttar, virðist sótthreinsun ábótavant. Í annars háþróuðu landi sem er í takt við nútímann, hlýtur þetta að teljast óskiljanlegt athæfi og andstætt dýraverndarsjónarmiðum. Á a.m.k. einhverjum blóðmerabúum á Íslandi virðast innviðir og aðstæður, svo sem girðingar og frumstæður byggingamáti tökubása, með þeim hætti að það verður að teljast ófullnægjandi með öllu og er slysahætta umtalsverð. Því hlýtur að vakna sú spurning hvers vegna engar athugasemdir koma frá þeim dýralæknum sem bera ábyrgð á framkvæmd blóðtökunnar, þrátt fyrir að MAST gerir kröfu um að aðstæður við blóðtöku séu þannig að slysahætta sé sem minnst fyrir hryssur og folöld. Niðurstaða þessara skrifa er sú að meðferð á blóðmerum á meðan á blóðtöku stendur og þær aðferðir sem beitt er á Íslandi séu með öllu óskiljanlegar og ósamboðnar siðmenntaðri þjóð. Magn blóðs sem tekið er úr hryssunum og tíminn sem líður á milli blóðtaka eru víðsfjarri viðurkenndum viðmiðum og algjörlega á skjön við alþjóðlega vísindalega staðla. Þó fylgjendur blóðmerabúskaps haldi því fram að íslenskar hryssur lifi ofangreinda meðferð af án teljandi skaða, geta það ekki talist haldbær rök með svo vafasömum rekstri. Umhverfi og aðstæður á Íslandi hafa mótað íslenska hestinn í yfir þúsund ár og hann hefur þróað með sér óvenjulegan styrk og einstök þolgæði sem gera honum kleift að standast áhlaup af ýmsu tagi. Unnendur íslenskra hesta elska þá og virða fyrir þennan aðdáunarverða eiginleika og er hann, meðal margra annara kosta hestakynsins, ein af ástæðum þess að íslenski hesturinn nýtur þeirra vinsælda sem raun ber vitni um allan heim. Hjá blóðmerum birtist þessi harka og þol trúlega upp að vissu marki, en það getur með engu móti réttlætt misnotkunina á þeim til vinnslu á PMSG og að gengið sé mjög nærri þeim, jafnvel að ystu mörkum þess sem þolanlegt er, líkamlega og andlega Sú staðhæfing að lifandi vera “lifi af” aðra eins meðferð, getur ekki staðist sem réttlæting á slíkum gjörðum. Undirrituð senda þetta bréf í fullu trausti þess að Ísland reynist í þessu máli sem öðrum, sem upplýst nútíma þjóðfélag sem helgar sig velferð dýra og einkennist af sterkri siðferðiskennd. Virðingarfyllst, Barla Barandun er dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum. Barla Barandun hefur unnið fimm meistaratitla á Evrópumótum íslenska hestsins og verið ræktandi í fjöldamörg ár. Hún starfaði sem kynbóta- og hestaíþróttadómari um árabil og auk þess var hún formaður kynbótadeildar Íslandshestafélagssins í Sviss í yfir 20 ár. Enn fremur tók hún virkan þátt í uppbyggingu WorldFengs, rafrænni ættbók íslenska hestsins. Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel er stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF (Alþjóðleg samtök íslenska hestsins) og handhafi heiðursmerkis Búnaðarfélags Íslands (nú Bændasamtök Íslands) og hinnar Íslensku Fálkaorðu. Isenbügel er prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich og var yfirdýralæknir við dýragarðinn Zoo Zürich í 40 ár. Höfundar eru óháðir dýralæknar og ekki talsmenn AWF/TSB Samtakanna. Heimildaskrá: N. Malikides et al (2001) Cardiovascular, Haematological and Biochemical Responses After Large Volume Blood Collection in Horses - ScienceDirect K. Feige et al (2004) The effects of automated plasmapheresis on clinical, haematological, biochemical and coagulation variables in horses. R. Daden et al (2019) Plasmapheresis Effect on Hematological and Biochemical Parameters in Athletic Horses Subjected to Exercise - ScienceDirect Arbeitsgruppe K.Feige et al (2010) Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit - Leitlinien zur Gewinnung, Lagerung, Transport und Verabreichung von Blut und Blutprodukten im Veterinärbereich Bundesärztekammer (2020) Querschnitts-Leitlinien (BÄK) zur Therapie mit Blutkomponenten und Plasmaderivaten – Gesamtnovelle 2020 Bundesamt für Lebensmittelsicherheit und Veterinärwesen – Tierversuche Dr. André Dülsner et al (2017) Empfehlung zur Blutentnahme bei Versuchstieren, Fachinformation aus dem Ausschuss für Tierschutzbeauftragte - Tierärztliche Vereinigung für Tierschutz e.V. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Með þessari greinargerð viljum við taka afstöðu til ákveðinna grundvallaratriða varðandi blóðmerahald á Íslandi. Við beinum sérstaklega sjónum okkar að blóðmagninu sem tekið er úr hryssunum, en það fer langt fram úr þeim reglugerðum um blóðtöku sem gilda í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Blóðmagn í hrossum er almennt á bilinu 7% – 10% af líkamsþyngd en það er breytilegt eftir hestakynjum og er einnig háð kyni, aldri, fóðrunarástandi og þjálfun, en breytist líka smávægilega hjá fylfullum hryssum eftir fyrsta þriðjung meðgöngu (eftir 3,7 mánuði). Það þýðir að blóðmagnið hjá fylfullum hryssum eykst ef eitthvað er miklu seinna, löngu eftir blóðtökutímabilið. Eftir þessu að dæma nemur áætlað blóðmagn hjá íslenskri stóðhryssu sem er af norrænu hestakyni (óþjálfuð í venjulegu fóðurástandi) 7% af líkamsþyngdinni. Enski veðhlaupahesturinn (Thoroughbred) í fullri keppnisþjálfun getur náð blóðmagni sem samsvarar allt að 10% af eigin líkamsþyngd. Stóðhestar sem og ung folöld eru oft með blóðmagn nokkuð yfir meðaltali. Blóðmagn hrossa hækkar eða lækkar ekki í beinu samræmi við þyngdarbreytingu. Það þýðir að þegar hross fitna eykst blóðmagn þeirra ekki í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu! Mjög vandasamt er að leggja sjónrænt mat á þyngd hrossa og nauðsynlegt er að aðlaga og leiðrétta það mat með stórgripavog, ef meta á hve mikið blóð eigi að taka úr hrossi. Fullvaxin íslensk hross í góðu standi vega frá tæplega 300 kílóum og allt að rúmlega 400 kílóum. Ef reikna á út heildarblóðmagn hests til að komast að niðurstöðu um hversu mikið blóð er óhætt að taka án skaðlegra áhrifa á heilsufar, er nauðsynlegt að taka tillit til fóður- og þjálfunarástands hestsins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóðmagn í jöfnu hlutfalli við þyngdaraukningu. Ef fylgja á viðmiðum um hæfilega blóðtöku er notkun á hrossavigt óhjákvæmileg. Samkvæmt reglum MAST er hins vegar leyfilegt að taka 5 lítra af blóði úr hryssum, fjögurra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóðurástandi og engar reglur eða viðmið um mat á þyngd liggja fyrir. Fáanlegt er málband sem á að auðvelda mat á þyngd hrossa með mælingum á ummáli brjóstkassa en niðurstöður slíkra mælinga eru ónothæfar. Gera má ráð fyrir því að íslenskar blóðmerar sem eru af harðgerðu, norrænu hestakyni, óþjálfaðar og gengnar með í 100 daga í mesta lagi, vegi að meðaltali um 350 kíló og má áætla að blóðmagn þeirra sé ekki hærra en um 7% af líkamsþyngd, það eru þá 24,5 lítrar. Ef miðað væri við 8% hlutfall (sem er afar ósennilegt) væru það 28 lítrar. Ef við tökum sem dæmi mjög myndarlega hryssu í góðu standi (ekki feita) sem vegur 400 kíló og er með óvenju hátt blóðhlutfall, 8%, þá væri blóðmagn hennar í mesta lagi 32 lítrar. Um er að ræða algera undantekningu og hámarksgildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því meðaltali sem gengið er út frá við blóðmerahald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítrar! Ef teknir eru 5 lítrar blóðs úr þessari hryssu þá er það meira en 15% af blóðmagni hennar og rúmlega tvöfalt magn miðað við viðurkennda, alþjóðlega staðla um hámark þess blóðmagns sem má taka, ekki vikulega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mánaða hléum milli skipta! Samkvæmt reglum MAST virðist leyfilegt að taka 5 lítra blóðs á viku og endurtaka blóðtökuna allt að átta sinnum. Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fylfullri hryssu sem mögulega er með folald á spena á 56 daga tímabili. Þetta þýðir að hryssurnar þurfa að endurnýja allt blóðmagn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mánaða tímabils. Innan Evrópusambandsins og í Sviss er blóðtaka úr fylfullum hryssum og hryssum með folöld á spena bönnuð með öllu, nema í örlitlu magni til rannsókna og læknismeðferðar. Í þessum löndum er venjulega tekið blóð úr geldingum og með „Plasmapheresis“, aðferð þar sem blóðvökvi (Plasma) er unnið í þeim tilgangi að meðahöndla m.a. nýfædd folöld sem lenda í þeim aðstæðum að fá ekki broddmjólk. Hins vegar eru hreinar blóðgjafir frekar sjaldgæfar og mjög flóknar í framkvæmd og eiga þær einungis við, þegar mikill blóðmissir liggur fyrir hjá slösuðum eða veikum hesti. Í þessu samhengi skal bent á að þeim aðferðum sem beitt er á Haflingerbúinu í Meura í Thüringen í Þýskalandi eru ekkert í líkingu við blóðtökuna sem tíðkast á íslenskum blóðmerabúum. Í Meura er frumuhluta blóðsins skilað jafnóðum með blóðvökvaskiptum/plasmaskiptum (Plasamapheresis). Ástæða þess að blóðmerabúrekstur sem þessi, til vinnslu á PMSG, hefur ekki enn verið bannaður fyrir fullt og allt, eru langvarandi málaferli milli Bundesrepublik Deutschland og fylkisins Thüringen. Mikill munur er á því líkamlega álagi sem hross verða fyrir við beina blóðtöku eða þegar unnið er blóðefni með blóðvökvaskiptum (Plasmapheresis). Með þessari aðferð er þess gætt að hrossið tapi ekki blóðþrýstingi, með því að gefa “Ringer lactat” í æð og auk þess eru rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum og blóðflögum skilað aftur í saltlausn inn í æðakerfi hrossins samtímis. Með því móti er áhrifum á blóðþrýsting, súrefnismettun og blóðstorknun haldið í lágmarki. Blóðvökvi er samsettur úr 91% vatni, 7% prótíni, (albumín og glóbúlín) og 2% electrolyta, hormónum og næringarefni. Blóðvökvaskipti eru mjög flókin í framkvæmd samanborið við venjulega blóðtöku og krefjast sérstaks tækjakostar og umtalsverðrar fagkunnáttu. Í Sviss gilda ákveðnar reglur um dýravernd og við meðferð tilraunadýra og segja þær til um magn og tíðni blóðtöku. Yfirleitt er mælt með 10% af heildar blóðmagni dýrs með tveggja vikna millibili eða 7,5% með einnar viku millibili. Hross þola blóðmissi allt að 15%, í undantekningartilfellum jafnvel 20 – 30%, án þess að þurfa á blóðgjöf að halda en þau þurfa að minnsta kosti 1 mánuð til að jafna sig. Í Sviss og Þýskalandi er ekki leyfilegt að taka blóð í umtalsverðu magni úr fylfullum hryssum eða hryssum með folöld á spena í tilraunaskyni né með viðstkiptasjónarmið í huga, hvað þá með viku millibili. Þar að auki eru engar rannsóknir fyrirliggjandi sem fjalla um sambærilegar aðferðir við blóðtöku úr fylfullum hryssum eins og framkvæmdar eru á Íslandi, þar sem leyfilegt er að taka blóð úr hryssunum með viku millibili í 6 – 8 skipti í röð. Blóðmerabúin á Íslandi eru ekki einkamál Íslendinga. Ein aðalástæða þess að hestamenn og dýraverndarsinnar á meginlandi Evrópu hafa lýst andstöðu við blóðmerahald á Íslandi er sú að þó verslun með PMSG sé enn leyfileg innan Evrópubandalagsins þá er blóðmerahald bannað því það brýtur gegn dýraverndunarlögum. Þessi þversögn hefur sætt mikill gagnrýni og Evrópuþingið hefur lýst yfir andstöðu við viðskipti með PMSG með miklum meirihluta atkvæða. Málið er nú til frekari umfjöllunar hjá Evrópuráðinu. Auk þess ber að nefna að tilbúin, kemísk efni sem hafa sömu áhrif og PMSG eru nú þegar fáanleg og í stöðugri þróun. Nákvæmar klínískar blóð- og efnarannsóknir fyrir og í kjölfar blóðtöku eru ófrávíkjanleg regla þegar um er að ræða meðferð á tilraunadýrum í Sviss og Evrópubandalaginu. Rannsóknin sem krafist er af MAST (Hematokrit og blóðrauði) án skýrra tímamarka (á tveggja ára fresti) og einungis á hluta hryssanna, verður hins vegar að teljast ófullnægjandi með öllu. Blóðmagn tekið á Íslandi: 5 lítra blóðtaka úr hryssu sem vegur 350 eða 380 kíló með 7% eða 8% blóðmagn miðað við líkamsþyngd gefur eftirfarandi niðurstöður: Samkvæmt þessu er ljóst að það hlutfall heildarblóðmagns sem leyfilegt er að taka úr blóðmerum á Íslandi fer langt fram úr þeim hámarksgildum sem gengið er út frá í Sviss, Evrópubandalaginu og í Bandaríkjunum. Alþjóðleg viðmið gera ráð fyrir því að taka megi í mesta lagi 7,5 % af heildarblóðmagni hryssu á viku, og 10% ef tvær vikur líða milli blóðtaka. Ef taka á meira en 10% af heildarblóðmagni þarf að líða í það minnsta mánuður á milli. Gera má ráð fyrir því að þær aðferðir sem tíðkast við blóðtökur úr blóðmerum á Íslandi, sem sagt óvenju hátt hlutfall blóðmagns með aðeins viku millibili, valdi mjög miklu álagi jafnvel þó um sterkbyggðar og heilbrigðar íslenskar hryssur eru um að ræða. Búast má við heilsufarslegum einkennum á borð við lágan blóðþrýsting, veikluðu ónæmiskerfi, járnskorti, próteinskorti, fósturláti, líffæraskaða og illa höldnum folöldum. Reglulegar rannsóknir (blóðrannsóknir og klínískar rannsóknir) á öllum blóðmerum með áherslu á tímabilið rétt fyrir og á meðan á blóðtökum stendur og þar til öll blóðgildi eru orðin eðlileg á ný, myndu gefa skýra mynd af líkamlegu ástandi hryssanna og veita upplýsingar um mögulegan heilsufarslegan skaða. Því miður er ekki hægt að nálgast neinar slíkar rannsóknaniðurstöður á Íslandi – eru þær ef til vill ekki til? Blóðmerar á Íslandi eru aldar í stóði og úti allt árið. Samband þeirra við manninn takmarkast við blóðtökutímabilið, auk nauðsynlegra hófsnyrtinga og ormalyfsgjafa. Þegar fylfullum hryssunum er smalað í lítil hólf einu sinni í viku á tveggja mánaða tímabili, hefst álagið. Streitan eykst svo til muna þegar blóðtakan fer fram í þar til gerðum tökubás og folöldin eru tekin frá hryssunum á meðan. Þeim er þröngvað inn í básinn og gjarðir spenntar yfir bakið á þeim, meðal annars til að koma í veg fyrir að þær reisi sig upp á afturfæturna. Því næst er höfðinu komið fyrir í óeðlilegri stöðu og það fest til að geta stungið inn sprautunálinni sem er 5 mm í þvermál. Þessar aðstæður geta vakið ofsahræðslu hjá hrossum sem eru í eðli sínu flóttadýr. Af þessu sést að hryssunum er komið í vonlausa stöðu sem veldur þeim ekki aðeins miklum ótta heldur einnig líkamlegum sársauka. Varnarviðbrögð þeirra eru vafalaust misáberandi miðað við skapgerð og tamningu en þó er víst að flestar þeirra, hvort sem þær eru alveg ótamdar eða frumtamdar, lendi í svokölluðu lærðu hjálparleysi (“Learned helplessness”). (Lært hjálparleysi tilheyrir varnarviðbrögðum ósjálfráða taugakerfisins við álagi og hættu og er einnig kallað “play dead response”. Hin tvö viðbrögðin eru þekktari, en þau eru “flight or fight response” sem er þýtt sem áras eða flótti, eða að hrökkva eða stökkva.) Hryssurnar gefast upp. Þessari hegðun má alls ekki taka sem vísbendingu um að þær venjist atganginum eða séu samþykkar aðförunum. Sú staðhæfing að hryssurnar aðlagist stressinu sem fylgir blóðtökunni eftir nokkur skipti er alröng og ber vott um þekkingarleysi á hegðun og atferli hrossa. Staðreyndin er sú að vilji hryssanna er brotinn á bak aftur með valdi. Þær gefast upp og láta hið óhjákvæmilega yfir sig ganga. Þessar aðstæður brjóta gjörsamlega í bága við dýraverndunarlög. Reglur um blóðmerahald á Íslandi segja til um að dýralæknir skuli deyfa stungusvæði fyrir blóðtöku. Dýralæknir veit hins vegar að hryssurnar finna samt fyrir vissan sársauka við stunguna og eykur það enn á álag og varnarviðbrögð. Einnig ber að nefna að stungusvæðið virðist hvorki vera rakað né sótthreinsað. Þó sýkingarhættan sé minni á Íslandi en í heitari löndum/á meginlandi Evrópu getur það varla talist til vandaðra vinnubragða að hálfu dýralæknis. Að binda höfuð hests upp og til hliðar auðveldar aðgang að æðinni sem stungið er á. Undir venjulegum kringumstæðum, við meðferð hjá dýralækni, sveigir aðstoðarmaður háls hestsins lítillega, án valdbeitingar. Við endurteknar stungur í hálsbláæð hrossa (Jugular vein) með nál sem er 5 mm í þvermál getur komið til ertingar í æðaveggnum og mar getur myndast. Særindin geta aukist enn við það að nálarnar eru endurnýttar og verða því bitlausar. Þetta allt getur leitt til sársaukafullrar bólgumyndunar og í einstaka tilfellum lokast æðin. Þegar nálarnar eru endurnýttar, virðist sótthreinsun ábótavant. Í annars háþróuðu landi sem er í takt við nútímann, hlýtur þetta að teljast óskiljanlegt athæfi og andstætt dýraverndarsjónarmiðum. Á a.m.k. einhverjum blóðmerabúum á Íslandi virðast innviðir og aðstæður, svo sem girðingar og frumstæður byggingamáti tökubása, með þeim hætti að það verður að teljast ófullnægjandi með öllu og er slysahætta umtalsverð. Því hlýtur að vakna sú spurning hvers vegna engar athugasemdir koma frá þeim dýralæknum sem bera ábyrgð á framkvæmd blóðtökunnar, þrátt fyrir að MAST gerir kröfu um að aðstæður við blóðtöku séu þannig að slysahætta sé sem minnst fyrir hryssur og folöld. Niðurstaða þessara skrifa er sú að meðferð á blóðmerum á meðan á blóðtöku stendur og þær aðferðir sem beitt er á Íslandi séu með öllu óskiljanlegar og ósamboðnar siðmenntaðri þjóð. Magn blóðs sem tekið er úr hryssunum og tíminn sem líður á milli blóðtaka eru víðsfjarri viðurkenndum viðmiðum og algjörlega á skjön við alþjóðlega vísindalega staðla. Þó fylgjendur blóðmerabúskaps haldi því fram að íslenskar hryssur lifi ofangreinda meðferð af án teljandi skaða, geta það ekki talist haldbær rök með svo vafasömum rekstri. Umhverfi og aðstæður á Íslandi hafa mótað íslenska hestinn í yfir þúsund ár og hann hefur þróað með sér óvenjulegan styrk og einstök þolgæði sem gera honum kleift að standast áhlaup af ýmsu tagi. Unnendur íslenskra hesta elska þá og virða fyrir þennan aðdáunarverða eiginleika og er hann, meðal margra annara kosta hestakynsins, ein af ástæðum þess að íslenski hesturinn nýtur þeirra vinsælda sem raun ber vitni um allan heim. Hjá blóðmerum birtist þessi harka og þol trúlega upp að vissu marki, en það getur með engu móti réttlætt misnotkunina á þeim til vinnslu á PMSG og að gengið sé mjög nærri þeim, jafnvel að ystu mörkum þess sem þolanlegt er, líkamlega og andlega Sú staðhæfing að lifandi vera “lifi af” aðra eins meðferð, getur ekki staðist sem réttlæting á slíkum gjörðum. Undirrituð senda þetta bréf í fullu trausti þess að Ísland reynist í þessu máli sem öðrum, sem upplýst nútíma þjóðfélag sem helgar sig velferð dýra og einkennist af sterkri siðferðiskennd. Virðingarfyllst, Barla Barandun er dýralæknir með sérhæfingu í hestalækningum. Barla Barandun hefur unnið fimm meistaratitla á Evrópumótum íslenska hestsins og verið ræktandi í fjöldamörg ár. Hún starfaði sem kynbóta- og hestaíþróttadómari um árabil og auk þess var hún formaður kynbótadeildar Íslandshestafélagssins í Sviss í yfir 20 ár. Enn fremur tók hún virkan þátt í uppbyggingu WorldFengs, rafrænni ættbók íslenska hestsins. Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel er stofnfélagi, fyrsti formaður og heiðursfélagi FEIF (Alþjóðleg samtök íslenska hestsins) og handhafi heiðursmerkis Búnaðarfélags Íslands (nú Bændasamtök Íslands) og hinnar Íslensku Fálkaorðu. Isenbügel er prófessor emeritus við dýralæknadeild háskólans í Zürich og var yfirdýralæknir við dýragarðinn Zoo Zürich í 40 ár. Höfundar eru óháðir dýralæknar og ekki talsmenn AWF/TSB Samtakanna. Heimildaskrá: N. Malikides et al (2001) Cardiovascular, Haematological and Biochemical Responses After Large Volume Blood Collection in Horses - ScienceDirect K. Feige et al (2004) The effects of automated plasmapheresis on clinical, haematological, biochemical and coagulation variables in horses. R. Daden et al (2019) Plasmapheresis Effect on Hematological and Biochemical Parameters in Athletic Horses Subjected to Exercise - ScienceDirect Arbeitsgruppe K.Feige et al (2010) Bundesamt für Verbraucherschutz und Lebensmittelsicherheit - Leitlinien zur Gewinnung, Lagerung, Transport und Verabreichung von Blut und Blutprodukten im Veterinärbereich Bundesärztekammer (2020) Querschnitts-Leitlinien (BÄK) zur Therapie mit Blutkomponenten und Plasmaderivaten – Gesamtnovelle 2020 Bundesamt für Lebensmittelsicherheit und Veterinärwesen – Tierversuche Dr. André Dülsner et al (2017) Empfehlung zur Blutentnahme bei Versuchstieren, Fachinformation aus dem Ausschuss für Tierschutzbeauftragte - Tierärztliche Vereinigung für Tierschutz e.V.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun