Við þurfum fleira fólk Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 15. janúar 2022 07:11 Á Íslandi býr fjölbreytt flóra fólks. Alls konar fólks. Þar á meðal af erlendum uppruna og stór hluti þeirra býr í Reykjavík, þar sem þau hjálpa til við að glæða mannlífið lit, vinna mikilvæg störf á öllum sviðum og eru nágrannar okkar og vinir. Sum þeirra ætla aðeins að koma tímabundið til landsins, en ílengjast. Önnur stoppa bara stutt. Þessi viðbót við samfélagið er meira en velkomin. Hún er nauðsynleg okkur öllum og við myndum strax finna fyrir því í okkar daglega lífi, ef þessi samfélagshópur myndi skyndilega ákveða allur að leita fyrir sér á öðrum slóðum. Ekki fyrir löngu hitti ég nokkrar erlendar konur sem hafa komið til landsins á mismunandi forsendum. Það voru góð atvinnutækifæri, ástin og ævintýraþráin. Erindið var að tala fyrir hagsmunum barna sinna. Að tryggja að þau fengju bestu mögulegu menntun, hvar svo sem þau væru stödd í íslensku. Því ákvarðanir fjölskyldunnar um að flytja til Íslands og hvort þau verði hér áfram snúast líka um það hvort börnunum líði vel. Þær vildu líka leggja sitt af mörkum til að gera Ísland að enn betra samfélagi. Samfélagi þar sem við fáum öll notið okkar, nýtt menntun okkar og þekkingu. Þannig verður allt Ísland betra. Við erum í samkeppni um erlent starfsfólk Viðreisn vill tryggja réttindi þeirra sem hingað vilja flytja, hvort sem það er á Covid tímum eða öðrum. Fólki af erlendum uppruna þarf að tryggja réttindi hér til þjónustu, náms og vinnu, svo það geti búið sér til betra líf. Fólki með alls konar reynslu. Við þurfum sérstaklega að horfa til þess að okkur vantar fólk til starfa í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Ekki bara í heimsfaraldri, heldur til framtíðar. Sérstaklega vantar okkur sérhæft starfsfólk á sjúkrahús. Starfsfólk sem mikil samkeppni er um, um allan heim. Í þeirri samkeppni þurfum við að gera betur í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands og fá menntun sína metna. En umhverfið sem fólkið flytur til skiptir líka máli. Þar þarf Reykjavík, sem borgarsamfélag að standa sig í að bjóða upp á líflegt menningarsamfélag, góðar almenningssamgöngur, grænt og fallegt umhverfi, gott húsnæði og góða menntun fyrir börnin þeirra. Í borginni þarf fólk, bæði þau sem hér búa og hingað vilja flytja, að ná að næra líkama og sál og finna til öryggis hvað varðar þau sjálf og ekki síst börnin þeirra. Inngilding allra íbúa í þágu alls samfélagsins Öll sveitarfélög hagnast á því að huga að inngildingu allra íbúa sinna, sama hver uppruni þeirra er. En sveitarfélögin þurfa að forgangsráða bæði fjármunum og faglegu starfsfólki til að stuðla að virkri þátttöku allra og leysa þannig úr læðingi það afl sem felst í íbúum af erlendum uppruna í þágu alls samfélagsins. Til að stuðla að inngildingu allra íbúa og til þess að vera samkeppnishæf fyrir sérhæft starfsfólk sem hingað íhugar að flytja með fjölskyldu sína, þarf sérstaklega að horfa til skóla- og frístundastarfs. Þar dvelja börn stóran hluta dagsins og foreldrar þurfa að vera öruggir um að þeirra börn fái sömu tækifæri og önnur til menntunar. Að þeirra börn fái nauðsynlegan stuðning í skólum og í frístundastarfi til að hæfileikar þeirra fái að blómstra og þau fái að njóta sín. Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að styðja við börn sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, með sérstökum íslenskuverum. Markmiðið er ekki að íslenskan taki yfir móðurmál barnanna, enda sýna allar rannsóknir að góður grunnur í móðurmálinu hjálpi til við að læra næsta tungumál. Markmiðið er mun frekar að aðstoða börnin við að ná góðum tökum á íslensku til að opna fyrir þeim dyr að íslensku samfélagi. Styðjum öll börn, ekki bara helming Reykjavíkurborg hefur þurft að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu, til að fella úr gildi ákvörðun ríkisvaldsins að Reykjavík, eitt sveitarfélaga geti ekki fengið greiðslur úr Jöfnunarsjóði vegna skólastarfs og kennslu barna af erlendum uppruna. Óskandi væri að ríkið myndi semja við borgina til að jafna stöðu barna af erlendum uppruna um allt land, sérstaklega þegar það er haft í huga að tæplega helmingur allra barna á grunnskólaaldri búa í Reykjavík. Ég minni á að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar tiltekur sérstaklega að styðja þurfi við börn af erlendum uppruna í skólakerfinu. Þar á þessi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vonandi við að styðja þurfi við öll börn af erlendum uppruna en ekki bara þann helming barna sem býr utan Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Viðreisn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi býr fjölbreytt flóra fólks. Alls konar fólks. Þar á meðal af erlendum uppruna og stór hluti þeirra býr í Reykjavík, þar sem þau hjálpa til við að glæða mannlífið lit, vinna mikilvæg störf á öllum sviðum og eru nágrannar okkar og vinir. Sum þeirra ætla aðeins að koma tímabundið til landsins, en ílengjast. Önnur stoppa bara stutt. Þessi viðbót við samfélagið er meira en velkomin. Hún er nauðsynleg okkur öllum og við myndum strax finna fyrir því í okkar daglega lífi, ef þessi samfélagshópur myndi skyndilega ákveða allur að leita fyrir sér á öðrum slóðum. Ekki fyrir löngu hitti ég nokkrar erlendar konur sem hafa komið til landsins á mismunandi forsendum. Það voru góð atvinnutækifæri, ástin og ævintýraþráin. Erindið var að tala fyrir hagsmunum barna sinna. Að tryggja að þau fengju bestu mögulegu menntun, hvar svo sem þau væru stödd í íslensku. Því ákvarðanir fjölskyldunnar um að flytja til Íslands og hvort þau verði hér áfram snúast líka um það hvort börnunum líði vel. Þær vildu líka leggja sitt af mörkum til að gera Ísland að enn betra samfélagi. Samfélagi þar sem við fáum öll notið okkar, nýtt menntun okkar og þekkingu. Þannig verður allt Ísland betra. Við erum í samkeppni um erlent starfsfólk Viðreisn vill tryggja réttindi þeirra sem hingað vilja flytja, hvort sem það er á Covid tímum eða öðrum. Fólki af erlendum uppruna þarf að tryggja réttindi hér til þjónustu, náms og vinnu, svo það geti búið sér til betra líf. Fólki með alls konar reynslu. Við þurfum sérstaklega að horfa til þess að okkur vantar fólk til starfa í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Ekki bara í heimsfaraldri, heldur til framtíðar. Sérstaklega vantar okkur sérhæft starfsfólk á sjúkrahús. Starfsfólk sem mikil samkeppni er um, um allan heim. Í þeirri samkeppni þurfum við að gera betur í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands og fá menntun sína metna. En umhverfið sem fólkið flytur til skiptir líka máli. Þar þarf Reykjavík, sem borgarsamfélag að standa sig í að bjóða upp á líflegt menningarsamfélag, góðar almenningssamgöngur, grænt og fallegt umhverfi, gott húsnæði og góða menntun fyrir börnin þeirra. Í borginni þarf fólk, bæði þau sem hér búa og hingað vilja flytja, að ná að næra líkama og sál og finna til öryggis hvað varðar þau sjálf og ekki síst börnin þeirra. Inngilding allra íbúa í þágu alls samfélagsins Öll sveitarfélög hagnast á því að huga að inngildingu allra íbúa sinna, sama hver uppruni þeirra er. En sveitarfélögin þurfa að forgangsráða bæði fjármunum og faglegu starfsfólki til að stuðla að virkri þátttöku allra og leysa þannig úr læðingi það afl sem felst í íbúum af erlendum uppruna í þágu alls samfélagsins. Til að stuðla að inngildingu allra íbúa og til þess að vera samkeppnishæf fyrir sérhæft starfsfólk sem hingað íhugar að flytja með fjölskyldu sína, þarf sérstaklega að horfa til skóla- og frístundastarfs. Þar dvelja börn stóran hluta dagsins og foreldrar þurfa að vera öruggir um að þeirra börn fái sömu tækifæri og önnur til menntunar. Að þeirra börn fái nauðsynlegan stuðning í skólum og í frístundastarfi til að hæfileikar þeirra fái að blómstra og þau fái að njóta sín. Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að styðja við börn sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli, með sérstökum íslenskuverum. Markmiðið er ekki að íslenskan taki yfir móðurmál barnanna, enda sýna allar rannsóknir að góður grunnur í móðurmálinu hjálpi til við að læra næsta tungumál. Markmiðið er mun frekar að aðstoða börnin við að ná góðum tökum á íslensku til að opna fyrir þeim dyr að íslensku samfélagi. Styðjum öll börn, ekki bara helming Reykjavíkurborg hefur þurft að höfða dómsmál gegn íslenska ríkinu, til að fella úr gildi ákvörðun ríkisvaldsins að Reykjavík, eitt sveitarfélaga geti ekki fengið greiðslur úr Jöfnunarsjóði vegna skólastarfs og kennslu barna af erlendum uppruna. Óskandi væri að ríkið myndi semja við borgina til að jafna stöðu barna af erlendum uppruna um allt land, sérstaklega þegar það er haft í huga að tæplega helmingur allra barna á grunnskólaaldri búa í Reykjavík. Ég minni á að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar tiltekur sérstaklega að styðja þurfi við börn af erlendum uppruna í skólakerfinu. Þar á þessi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vonandi við að styðja þurfi við öll börn af erlendum uppruna en ekki bara þann helming barna sem býr utan Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar