Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:01 Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. Ég hef gaman af svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi hvorki nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið, né um kollega mína Líf Magneudóttir og Dóru Björt en saman leiðum við frábæran hóp borgarfulltrúa. En ég var eftir lesturinn hugsi. Það er greinilegt að við kunnum ekki að hafa marga flokka sem vinna saman sem einn. Og er þetta ekki einum of mikil leiðtogadýrkun? Þarf alltaf bara að vera einn flokkur eða leiðtogi? Reyndin er sú í dag að völd fjórflokksins eru liðin undir lok og við verðum að venjast þeirri tilhugsun að fjölflokka meirihlutar eru framtíðin. Samstarf og málamiðlanir eru það sem koma skal, því verðum við að venjast. Þessi veruleiki kallar á það að saman vinna nokkrir leiðtogar sem allir verða að fá sitt svið. Meirihlutinn í borginni er einmitt gott dæmi um það. Við unnum gott samkomulag í upphafi sem var byggt á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá og það var einmitt það sem Dagur sagði í umræddum fréttatíma “Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“ Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt í meirihlutanum, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Við í Viðreisn höfum verið óþreytandi að benda á mikilvægi einkaframtaksins og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin verði tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðlia að semja við sig til niðurstöðu. Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu. Opnum augun fyrir því að hér eru margir flokkar með mismunandi áherslur. Hlustum á fullrúa flokkana með opnum hug en reynum ekki alltaf að troða öllu sem þeir segja í fyrirframgefna mynd fjórflokksins eða leiðtogadýrkun tuttugustu aldarinnar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. Ég hef gaman af svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi hvorki nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið, né um kollega mína Líf Magneudóttir og Dóru Björt en saman leiðum við frábæran hóp borgarfulltrúa. En ég var eftir lesturinn hugsi. Það er greinilegt að við kunnum ekki að hafa marga flokka sem vinna saman sem einn. Og er þetta ekki einum of mikil leiðtogadýrkun? Þarf alltaf bara að vera einn flokkur eða leiðtogi? Reyndin er sú í dag að völd fjórflokksins eru liðin undir lok og við verðum að venjast þeirri tilhugsun að fjölflokka meirihlutar eru framtíðin. Samstarf og málamiðlanir eru það sem koma skal, því verðum við að venjast. Þessi veruleiki kallar á það að saman vinna nokkrir leiðtogar sem allir verða að fá sitt svið. Meirihlutinn í borginni er einmitt gott dæmi um það. Við unnum gott samkomulag í upphafi sem var byggt á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá og það var einmitt það sem Dagur sagði í umræddum fréttatíma “Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“ Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt í meirihlutanum, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Við í Viðreisn höfum verið óþreytandi að benda á mikilvægi einkaframtaksins og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin verði tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðlia að semja við sig til niðurstöðu. Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu. Opnum augun fyrir því að hér eru margir flokkar með mismunandi áherslur. Hlustum á fullrúa flokkana með opnum hug en reynum ekki alltaf að troða öllu sem þeir segja í fyrirframgefna mynd fjórflokksins eða leiðtogadýrkun tuttugustu aldarinnar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun