Hverfakórar í Reykjavík – aukum aðgengi barna að tónlistarnámi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Kórar Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Tónlistarnám Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík blómstrar öflugt tónlistarlíf sem hefur hlotið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Rannsóknir sýna fram á ótvíræðan ávinning barna af því að stunda tónlistarnám. Í dag fer fram eins öflugt tónlistaruppeldi og tök eru á bæði innan leik- og grunnskóla, skólahljómsveita og tónlistarskóla. Ljóst er þó að aðgengi barna að tónlistarnámi er takmarkað og mismunandi eftir borgarhlutum. Mikilvægt er að borgaryfirvöld sýni áhuga og skilning á stöðu og gildi tónlistar og vinni markvisst að því að tónlistarnám standi öllum börnum til boða óháð búsetu eða efnahag foreldra. Stýrihópur um framtíðarskipan tónlistarnáms, sem ég átti sæti í, skilaði tillögum sínum að stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn sl. sumar. Í tillögunum kemur fram að það er áríðandi að við ryðjum úr vegi þeim hindrunum sem takmarka aðgengi barna að tónlistarnámi. Stuðla þarf að auknum jöfnuði þegar kemur að tónlistarnámi, bæði með því að minnka kostnaðarþátttöku en líka með því að vinna að markvisst að kynningu og hvatningu til tónlistarnáms um alla borg. Stór liður í því að gefa fleiri börnum kost á að stunda tónlistarnám er að efla starf skólahljómsveita borgarinnar og auka samstarf tónlistarskóla og skólahljómsveita við skóla borgarinnar, þannig að sem flest börn geti stundað tónlistarnám innan veggja skólans á skólatíma. Einnig þarf markvisst að draga úr kostnaðarþátttöku foreldra, m.a. með skipulagsbreytingum sem stuðla að nýsköpun í tónlistarkennslu og draga úr stjórnunarkostnaði í kerfinu þannig að sem mest af því fjármagni sem veitt er til málaflokksins nýtist beint til kennslu barna. En stefna er eitt og aðgerðir er annað. Aðgerðaráætlun með stefnunni er nú í vinnslu á skóla-og frístundasviði borgarinnar í samráði við helstu hagaðila. Þó voru tvær tillögur samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022. Sú fyrri var að hefja tilraunaverkefni með stofnun barnakóra, svokallaðra Hverfakóra, í tveimur hverfum borgarinnar, Grafarvogi og Laugardal/Háaleiti, til að byrja með. Hverfakórarnir munu starfa innan skólahjómsveitanna. Auk þess var samþykkt tilraunaverkefni til að bjóða upp á fría hópakennslu í hljóðfærakennslu í Árbæjarskóla, en það verkefni er til þess fallið að auka samstarf um hljóðfærakennslu innan skólanna með áherslu á hópkennslu þannig að hægt sé að ná til fleiri barna. Mikilvægt er að ljúka við gerð aðgerðaráætlunarinnar og tryggja fjármagn þannig að hægt verði að stíga fleiri skref til að auka aðgengi barna að tónlistarnámi. Það er brýnt réttlætismál í Reykjavík, fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun