550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 14:01 Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. Þessi þróun hefur jákvæð áhrif á ferðavilja fólks sem hefur í sögulegu samhengi verið með minna móti undanfarin tvö ár. Í þessu felast mörg tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf sem mikilvægt er að grípa. Með þetta í huga hefur nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti ákveðið að verja 550 milljónum kr. til að framlengja markaðsverkefnið „Ísland – saman í sókn“. Með nýjum samningi við Íslandsstofu er verkefninu tryggðar 550 milljónir króna sem nýttar verða til að framlengja það í ár. Tilgangur verkefnisins er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar, og auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Íslandsstofa hefur þegar hafið fjölbreytta vinnu við að útfæra framhald verkefnisins. Stjórnvöld hafa frá upphafi faraldursins lagt áherslu á að beita ríkisfjármálum af fullum þunga til þess að tryggja kröftuga viðspyrnu efnahagslífsins að faraldri loknum. „Ísland – saman í sókn“ fór vel af stað, vakti mikla og verðskulda athygli og skilaði góðum árangri. Í ljósi þess að faraldurinn hefur dregist töluvert á langinn er nauðsynlegt að halda verkefninu áfram og byggja þannig undir nauðsynlega viðspyrnu ferðaþjónustunnar á árinu 2022. Íslensk ferðaþjónusta mun spila lykilhlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins eftir heimsfaraldurinn en sú atvinnugrein hefur alla burði til þess að skapa miklar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið á tiltölulega skömmum tíma. Við ætlum okkur að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt við náttúru og íslenska menningu. Eitt markmiða okkar í því samhengi er að útgjöld ferðamanna hér á landi nemi 700 milljöðrum kr. árið 2030. Fullt tilefni er til þess að líta björtum augum til framtíðar og ég er sannfærð um að fjárfesting í kynningu á Íslandi sem spennandi áfangastað muni nýtast íslenskri ferðaþjónustu vel og kynda undir aukinn ferðavilja hingað til lands – samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun