Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 19:10 Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19
Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37