Viðurkenningin er veitt í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði.
„Með viðurkenningunum vill brandr efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu og veita þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem stóðu sig best á þessu sviði á nýliðnu ári,“ segir í tilkynningu frá brandr.
Í október var kallað eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð er fimmtíu sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu.
Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerkjum skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.

