Kjósum formann sem berst fyrir félagsfólk Eflingar Anna Ólafía Grétarsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 14:02 Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar