Tökum til borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 11. mars 2022 11:00 Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sandra Hlíf Ocares Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Breyttir tímar eru framundan og skýrt ákall er um raunverulegar aðgerðir eftir kyrrstöðu undanfarinna ára. Það tímabil hefur sýnt okkur hvaða verkefni borgaryfirvalda skipta mestu máli – grunnþjónusta við borgarbúa. Grunnþjónustan hefur setið á hakanum eins og borgarbúar hafa ítrekað orðið varir við. Það þarf að taka til í borginni. Jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Ég vil sjá til þess borgin setji meiri fjármuni í barnaverndarkerfið svo hægt sé að mæta þeim börnum sem á þurfa að halda af þeirri alúð og hlýju sem þau eiga skilið. Það er mikilvæg forsenda jafnra tækifæra. Gott velferðarkerfi er grundvöllur þess að samfélagið okkar veiti öllum börnum og öllu fólki jöfn tækifæri til að rækta hæfileika sína. Það er ekki aðeins sjálfsagt sanngirnismál heldur mikilvægt efnahagsmál. Þegar við sköpum börnum jöfn tækifæri vinnum við best að velferð samfélagsins okkar og tryggjum því sem best verðmæti í framtíðinni. Vorið er tími breytinga í borginni Borgin líður nú fyrir of mikla yfirbyggingu og kerfishugsun með tilheyrandi peningaaustri í verkefni sem skipta borgarbúa í raun engu. Það styttir ekki boðleiðir og bætir ekki þjónustu við borgarbúa að þenja sífellt út yfirbyggingu borgarkerfisins, ráða skrifstofustjóra yfir skrifstofustjóra og upplýsingafulltrúa yfir upplýsingafulltrúa. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess hafa ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnamiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, bæði húsnæðisvandann og seinagang í borgarkerfinu og eyða ákvarðanafælni. Ég vona innilega að vorið færi okkur breytingar í borginni. Undanfarin tvö ár hafa minnt okkur á það hvað borgir eiga að leggja áherslu á en það er þjónusta við fólk. Ég vil bretta upp ermar og leggja mitt að mörkum til að taka til í borginni og bæta um leið þjónustu við fólkið í borginni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni. Til þess þarf ég þinn stuðning í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 18. og 19. mars. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun