Afsakanir fyrir aðgerðaleysi Kristrún Frostadóttir skrifar 15. mars 2022 15:00 Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Loftslagsmál Bensín og olía Efnahagsmál Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það má aldrei nota loftslagsmálin og loftslagsmarkmið sem afsökun fyrir því að skilja eftir fólk í viðkvæmri stöðu. Það gerði formaður fjárlaganefndar í viðtali í gær, þegar hún skýldi sér á bak við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar til að réttlæta aðgerðaleysi gagnvart heimilum sem súpa nú seyðið af gríðarlegum verðhækkunum, hækkun verðs á bensín og dísel, hækkun húsnæðiskostnaðar, 6,2 prósenta verðbólgu. Við höfum verk að vinna í loftslagsmálum og orkuskiptum. En það mun aldrei nást sátt í samfélaginu um alvöru loftslagsaðgerðir nema tekjulægstu og viðkvæmustu hópunum sé hlíft. Nágrannalöndin hafa nú þegar kynnt aðgerðapakka til að mæta lífskjarakreppu heimilanna sem nú blasir við vegna hækkandi hrávöruverðs og húsnæðisverðshækkana. Enn og aftur eru íslensk stjórnvöld eftir á. Og nú skýla stjórnarliðar sér á bakvið loftslagsaðgerðir. Það er hægt að styðja við heimilin og vinna að loftslagsmálum. Svíar hafa kynnt aðgerðir til að draga úr bensínkostnaði tímabundið samhliða auknum hvötum til að kaupa rafmagnsbíla. Hverjir eru það í landinu sem hafa kost á því að kaupa sér nýjan rafbíl fyrir margar milljónir króna? Það er ekki ungt fólk eða öryrkjar. Það er ekki fólk undir meðaltekjum. Hverjir eru það aftur á móti sem bera ábyrgð á því að lítill áhugi er meðal ferðamanna að nýta sér rafbíla hér á landi – og þess vegna flæða bensín og dísel bílar inn á markað fyrir notaða bíla? Hverjir eru það sem bera ábyrgð á því að erfitt reynist fyrir fólk í dreifbýli að taka þátt í orkuskiptum? Jú, það eru stjórnvöld sem hafa ekki staðið sig í stykkinu þegar það kemur að því að byggja hér upp innviði fyrir rafbíla um allt land. Ég hvet ríkisstjórnina til að þess að nýta ekki málaflokk loftslagsmála sem skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar