Gefur út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir börn Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 16:01 Jón Gunnar Þórðarson er framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Mussila. Birgir Ísleifur Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mussila gaf í dag út enskt lestrar- og málörvunarapp fyrir alþjóðlegan markað og hefur þar með tvöfaldað vöruframboð sitt. Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar. Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Smáforritið ber nafnið Mussila WordPlay og er ætlað börnum sex ára og eldri. Þar er notast við þá aðferð að læra í gegnum leik og er því ætlað að auka lesskilning og orðaforða barna. Í tilkynningu segir að smáforritið hafi komið úr í 155 löndum í dag á App Store og Google Play, auk þess að vera í boði undir fjölskyldu- og/eða skólaaðgangi í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur áður gefið út forritið Mussila Music sem kom fyrst út árið 2017. „Mussila hannar allar stafrænar lausnir með það að markmiði að kveikja áhuga barna á námi í gegnum leik og leiðir sem virkja þeirra eigin sköpunarkraft. Mussila WordPlay inniheldur þúsundir smáleikja sem örva og styrkja orðaforða barna, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Forritið er þróað í nánu samstarfi við talmeinafræðingana Ásthildi Bj. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur höfunda Orðagulls sem flestir skólar á Íslandi nota nú þegar. Í mars á síðasta ári tók Mussila yfir rekstur Orðagulls og nú ári síðar er nýtt og stærra app tilbúið fyrir alþjóðlegan markað. Fyrsta tungumálið í Mussila WordPlay er enska en með tíð og tíma munu fleiri tungumál standa til boða,“ segir um smáforritið. Svona lítur Musila WordPlay út á spjaldtölvum. Krossgátur, spurningar og fleira Notast er við æfingar, krossgátur, spurningar, sögur og bókasafn. Leiklestur sem heyra má í appinu er í höndum leikkonunnar Camille Marmié og eru öll fyrirmæli og útskýringar leiklesnar en með því er börnunum ætlað að læra að nota sjónrænan orðaforða. Þá segir að í bókasafni Mussila séð meðal ananrs hægt að finna söguna af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ á ensku. Haft er eftir Jóni Gunnari Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Mussila að börn séu fróðleiksfús að eðlisfari og það sé skylda okkar að veita þeim skapandi og skemmtilegar lausnir svo þau finni fyrir löngun og hvatningu til að læra. „Það er mín sannfæring að öllum börnum eigi að standa til boða námsefni þar sem þau læra í gegnum leik og tekur mið af því besta sem gerist í nýsköpun í dag, með stafrænu byltingunni er það vel raunhæft,” er haft eftir Jóni Gunnari. Um Mussila segir að það sé nýsköpunarfyrirtæki sem framleiði stafrænar menntalausnir fyrir börn. Í dag vinni hjá fyrirtækinu tíu manns frá fjórum löndum; listamenn, markaðsfræðingar og tölvunarfræðingar.
Nýsköpun Tækni Stafræn þróun Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira