Skoðun

Al­þjóð­legi ó­ráðs­dagurinn

Elfa Þöll Grétarsdóttir skrifar

Í dag er alþjóðlegi óráðsdagurinn haldinn hátíðlega víða um heim. Af þessu tilefni verður haldið málþing um óráð á Landspítalanum og það verður á opnu streymi á facebook síðu Landspítalans og öllum velkomið að fylgjast með.

En hvað er óráð?

Óráð (e.delirium) er skyndilegt ruglástand sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, skyntúlkun og vitrænni getu. Óráð er oft fyrstu merki um alvarleg veikindi eins og blæðingar, líffærabilanir og sýkingar. Sjúklingar sem fara í óráð liggja að jafnaði lengur á spítala, hafa verri horfur, fá fleiri fylgikvilla sjúkrahúslegu og útskrifast frekar á hærra þjónustustig (Sillner ofl. 2019, Marcantonio, 2017).

Óráð er óráð

Óráð er langalgengasta orsök fyrir byltum samkvæmt rannsóknum, 96% bylta hjá skurðsjúklingum tengdist óráði (Lakatos ofl.,2009), 72% sjúklinga á lyflækningadeild (Babine of.,2016) og 50% gjörgæsluskjúklinga (Trumble ofl.,2017).

Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir að minnsta 30% óráðstilfella með því að þekkja áhættuþætti og bregðast rétt við. Þeir sem þekkja sjúklinginn best eru í lykilstöðu til að greina óráð og því mikilvægt að sem flestir þekki einkenni og áhættuþætti óráðs.

Með hækkandi aldri eykst áhætta fyrir óráði samfara veikindum. Til að bæta horfur þeirra þurfum við öll að taka höndum saman og standa vörð um okkar elsta fólk þegar það veikist.

Nánari upplýsingar um óráð má nálgast á fræðsluvef Landspítala: www.landspitali.is/orad

Höfundur er  sérfræðingur í hjúkrun aldraðra.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×