Núna er rétti tíminn Natan Kolbeinsson skrifar 16. mars 2022 07:31 Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Evrópusambandið Natan Kolbeinsson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Núna er ekki rétti tíminn til að ræða þetta segja þeir sem ekki vilja breyta. Hvort það sé húsbóndi sem nennir ekki að fara í það endurgera baðherbergið eða stjórnmálaleiðtogi sem hugnast ekki þær breytingar sem verið er að skoða þá er svarið alltaf að núna sé ekki tími til breytinga. Í tilviki stjórnmálamannsins nær þetta svar um að núna sé ekki rétti tíminn líka yfir umræðuna. Núna er sko ekki rétti tíminn að ræða því allt gengur svo vel og svo þegar illa gengur þá er ekki rétti tíminn að ræða breytingar því við þurfum að vinna í því að bjarga hlutunum. Sjaldan er þessi hræðsla við breytingar og hvað þá umræðuna um breytingar meiri en þegar rætt er um Evrópusambandið. Allt frá því utanríkisráðherra sem þá var úr röðum Framsóknar sleit aðildarviðræðum árið 2015 án þess að ráðfæra sig þing né þjóð hefur svarið frá andstæðingum alltaf verið að núna sé ekki tími til að ræða þessa hluti. Fyrst var það reyndar þannig að allt var að ganga svo vel á Íslandi, hagvöxtur var að aukast og allir voru sáttir. Svo kom heimsfaraldur og þá var sko alls ekki tími til að ræða þetta þar sem við urðum að einbeita okkur að því að kljást við álagið á heilbrigðiskerfinu og áfallinu sem samkomutakmarkanir höfðu á hagkerfið okkar. Ólíkt húsbóndanum sem segir að núna sé ekki rétti tíminn til að endurgera baðherbergið því hann einfaldlega nennir því ekki þá segja sumir stjórnmálamenn að núna sé ekki rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið því þau eru hrædd við umræðuna. Ástæðan afhverju ríkisstjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs spurði ekki fólkið hvort það vildi halda aðildarviðræðum áfram var einfaldlega sú að þeir þorðu ekki umræðunni um kosti og galla mögulegrar aðildar okkar að sambandinu. Án umræðunar er nefnilega alltaf hægt að kasta fram fullyrðingum sem oft eiga sér litla stoð í raunveruleikanum. Þegar við leyfum umræðunni að eiga sér stað fara nefnilega staðreyndir að koma í ljós með öllum sínum kostum og göllum en ekki bara getgátur um hvað gæti eða gæti ekki orðið. Núna erum við að sjá hvernig heimurinn getur breyst á stuttum tíma og óvissan um framtíðina er mikil. Á þannig tímum átaka leita ríki til hvors annars til að finna stuðning og þar er Ísland á sama báti með öllum öðrum ríkjum heims. Núna er því fullkominn tími, þegar ekki bara við á þessari litlu fámennu eyju stöndum á tímamótum heldur öll ríki Evrópu, að taka þessa umræðu lyfta henni upp og ræða raunverulega kosti og galla aðildar. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin vill ekki taka þessa umræðu um hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu er einfaldlega sú að þau vita að þegar umræðan byrjar og við sjáum hvað stendur okkur til boða mun svarið alltaf vera já. Aðild Íslands að Evrópusambandinu tryggir ekki bara öryggi Íslands í síbreytilegum heimi heldur dregur það úr völdum smákónga og hagsmunaaðila sem hafa allt of lengi fengið að ráða því sem þau vilja ráð hér á landi. Núna er því rétti tíminn til að ræða aðild okkar að Evrópusambandinu. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun