Reykjavík hefur opinn faðm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. mars 2022 10:00 Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með fréttum frá Úkraínu. „Börn eru drepin og særð, sprengd í skólum, á sjúkrahúsum og heima hjá sér. Þar sem þau eiga að heita örugg,“ sagði talsmaður UNICEF við RÚV eftir að hafa skoðað aðstæður á vettvangi. Einhugur hefur verið meðal íslensku þjóðarinnar að standa með Úkraínu í þessu stríði, fordæma innrás Rússa og óhæfuverk þeirra sem felast meðal annars í árásum á óbreytta borgara; þar með talið konur og börn, skóla, menningarhús og sjúkrahús. Íbúar Úkraínu hafa, eins og aðrir, rétt á að búa við frið og öryggi og ákveða sjálf hvaða leiðir eru bestar til að tryggja slíkt. Eins og varnarmálaráðherra Lettlands benti á nýlega, þá ætti Moskva mögulega að spyrja sig af hverju nágrannaþjóðirnar telja sig þurfa að horfa til NATÓ. Að sama skapi mætti spyrja af hverju nágrannaþjóðir Rússa og fyrrum ríki undir áhrifasvæði Sovétríkjanna sækjast eftir vernd og vestrænni samvinnu í gegnum aðild að Evrópusambandinu. Reykjavík býður friðsamt og frjálslynt samfélag Hér á Íslandi getum við boðið upp á frið, öryggi og samfélag frjálslyndra gilda sem býður fólk velkomið. Sveitarfélög á Íslandi, með Reykjavík í broddi fylkingar, eiga að opna faðminn fyrir flóttafólki sem hingað kemur. Fólki sem flýr stríð og hörmungar. Til þess er Reykjavík vel undirbúin. Við höfum verið eitt þriggja sveitarfélaga sem höfum gert samning við ríkið um móttöku fólks sem óska eftir alþjóðlegri vernd og höfum líka gert samning um samræmda móttöku flóttafólks og þekkjum það ferli vel. Í Reykjavík er til staðar alþjóðateymi, sem hefur reynslu af því að taka á móti flóttafólki og veita því nauðsynlega þjónustu, hvort sem það eru að finna hentugt húsnæði og grunnframfærslu, að taka á móti börnum í skólum borgarinnar, tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu eða að veita áfallaaðstoð. Ekki síst að gæta þess að fólk sem hingað kemur hafði aðgengi að frístundum og félagslegri samveru. Vel heppnuð móttaka byggir á samráði og samstarfi Vegna stríðsins munu mun fleiri flóttamenn leita til Íslands en áður. Alþjóðateymið okkar mun þurfa að hlaupa hraðar til að koma til móts við þarfir þeirra, svo að við getum tekið vel á móti þessum auknum fjölda. Til að vel verði, kallar þetta verkefni á mikið samstarf og samráð við marga aðila. Fyrst og fremst við flóttafólkið sjálft og félag Úkraínumanna á Íslandi. En líka við félagasamtök og starfstöðvar Reykjavíkur í hverfum borgarinnar. Þar er nærþjónustan og nærsamfélagið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög í Evrópu þurfa að takast á við. Í næstu viku mun Borgarráð heimsækja Helsinki, þar sem móttaka flóttamanna frá Úkraínu verður m.a. á dagskrá og hvernig er best staðið að henni. Þarna getum við talað saman, borgir Evrópu sem munu taka á móti stórum hópum flóttafólks. Hjörtu okkar slá í takt Milljónir Úkraínubúa eru nú að leita sér að nýju heimili. Eins og við, vilja þau tryggja börnum sínum menntun, mæta í vinnu, hitta vini og fara í kaffiboð til fjölskyldunnar. Hlægja og horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Eiga bara venjulegt líf. Helst myndu þau vilja vera bara heima en það stendur ekki lengur til boða. Og þetta á ekki bara við íbúa Úkraínu, heldur allt það flóttafólk sem hingað leitar. Markmiðið er alltaf að lifa við frið og fá bara að gera allt það sem við hin teljum sjálfsagt í okkar daglega lífi. Við, íbúar Reykjavíkur, skiptum líka miklu máli þegar kemur að móttöku flóttafólks. Það hafa þegar verið haldnar nokkrar safnanir, til að safna fé, fatnaði og fleiru, þar sem Íslendingar hafa brugðist við hratt og af miklum myndarbrag. Mig langar líka til að benda ásjálfboðaliðastarf Rauða krossins, þar sem m.a. er hægt að verða leiðsöguvinur flóttafólks, og hjálpa til við að byggja brýr á milli íslensks samfélags og þeirra sem nýfluttir eru til landsins. Það getur verið mikið völundarhús að koma til nýs lands og gott að hafa vini til að treysta á og leiðbeinandi hendur sem þekkja leiðirnar í völundarhúsinu betur. Á næstu vikum og mánuðum munu bætast við fjölmargir nýir Íslendingar. Tökum vel á móti þeim og sýnum hvað hjarta Íslands er stórt. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun