Aukum þátttökurétt í atvinnulífinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 24. mars 2022 07:31 Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar