Virkt lýðræði og áhrif íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2022 08:01 Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Umferðaröryggi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun