Feilskot við Nýló Helgi Sæmundur Helgason skrifar 13. apríl 2022 17:01 Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttur og útilistaverk Kynþáttafordómar Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun