Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. apríl 2022 14:01 Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of seint við sér gagnvart yfirgangi rússneskra stjórnvalda. Ég gerði þetta sama að umtalsefni í grein á Vísir.is í marz. Tilefnið var yfirlýsingar harðra Evrópusambandsinna um að við Íslendingar þyrftum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja öryggi okkar gagnvart Rússlandi. Benti ég á að þær yfirlýsingar kæmu til að mynda afskaplega illa heim og saman við þá staðreynd að sambandið sjálft væri ljóslega berskjaldað gagnvart rússneskum stjórnvöldum þegar kæmi að orkuöryggi. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því,“ sagði Borrell í ræðu sinni. Í annarri ræðu í byrjun marz sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum að minnsta kosti undanfarin tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fjármunir streyma frá ESB til Rússlands Fjörutíu prósent af því gasi sem notað er innan Evrópusambandsins hefur komið frá Rússlandi og um fjórðungur olíunnar. Gríðarlegir fjármunir hafa streymt árum saman frá ríkjum sambandsins í rússneska ríkissjóðinn og gera enn. Brezk og bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að stöðva alfarið orkukaup frá Rússlandi, sem verið hafa margfalt minni en í tilfelli Evrópusambandsins, en sambandið dregur hins vegar enn lappirnar. Fyrst í stað tilkynnti Evrópusambandið að stefnt væri að því að sambandið yrði orðið óháð orku frá Rússlandi fyrir árið 2030 en í kjölfar harðrar gagnrýni var tilkynnt að draga ætti úr því hversu háð ríki þess væru rússnesku gasi og olíu um 2/3 fyrir áramót. Sérfræðingar telja þó í bezta falli óljóst hvort það markmið sé raunhæft. Sjálfur sagði Borrell að það yrði mjög erfitt og myndi kalla á miklar fórnir af hálfu íbúa sambandsins. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið þannig ekki einvörðugu sofið á verðinum gagnvart rússneskum stjórnvöldum undanfarna áratugi í því gríðarlega mikilvæga öryggismáli sem orkumál eru í dag heldur sífellt orðið berskjaldaðra í þeim efnum og fyrst og fremst vegna eigin framgöngu. Þannig hefur einfaldlega verið um hreint sjálfskaparvíti að ræða sem og vítavert dómgreindarleysi ráðamanna sambandsins. Hafa ekki kunnað fótum sínum forráð Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið ætti að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Talað hefur einkum verið um að Evrópusambandið gæti veitt Íslandi einhvers konar vernd á sviði viðskiptamála án þess að skilgreint hafi verið nánar í hverju hún ætti nákvæmlega að felast. Hins vegar liggur á sama tíma fyrir að Evrópusambandið sjálft og ríki þess hafa engan veginn kunnað fótum sínum forráð þegar kemur að viðskiptum við Rússland og telft með því orkuöryggi þess í algera tvísýnu. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins á sviði utanríkismála hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni á opinberum vettvangi. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að afhjúpa enn frekar hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Fyrst og fremst vegna framgöngu forystumanna sambandsins og ríkja þess. Fyrir utan annað verður það fyrir vikið að teljast nokkuð sérstakt sjónarmið, svo ekki sé meira sagt, að rétt væri að treysta þessum sömu aðilum fyrir öryggishagsmunum Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar