Foreldraútilokun - falið vandamál? Róbert Bragason skrifar 25. apríl 2022 22:01 Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu. Hundruð íslenskra foreldra hafa verið útilokaðir frá samverustundum með börnum sínum með einum eða öðrum hætti án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sumir þeirra hafa ekki séð börnin sín svo árum skiptir, á meðan aðrir telja sig heppna að fá þó að hringja í þau á stórhátíðum. Foreldraútilokun og umgengnistálmanir eru alvarlegt vandamál á Íslandi og svo virðist sem kerfin okkar séu að mörgu leyti vanmáttug þegar kemur að því að bregðast við með fullnægjandi hætti. Foreldraútilokun á sér stað þegar barn skipar sér í flokk með öðru foreldrinu og hafnar hinu án gildrar ástæðu vegna foreldraútilokunaratferlis sem hefur áhrif á trúnaðartraust, upplifun og minningar barns gagnvart útilokuðu foreldri og kallar fram djúpstæðan missi hjá barninu. Foreldraútilokunaratferli getur til að mynda birst með slæmu umtali um hitt foreldrið eða samskiptastýringu. Aukin tíðni slíkra aðferða skapar svo fjarlægð og samskiptaörðuleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið sem má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri. Þá má færa rök fyrir því að foreldraútilokunaratferli sé ein tegund ofbeldis í nánu sambandi vegna þess hve neikvæð áhrif hún hefur á allt fjölskyldusambandið. Upplifun á foreldraútilokunaratferli og tilheyrandi missi má jafnframt tengja við margþætt neikvæð áhrif á börn sem geta fylgt þeim til fullorðinsára, þar á meðal lágt sjálfsmat, vantraust og áunnið bjargarleysi, misnotkun vímuefna, þunglyndi og kvíða. Foreldraútilokunaratferli hefur vítæk áhrif á traust barns á útilokuðu foreldri, skynjun sem og minningar um það. Uppkomin fórnarlömb foreldraútilokunar lýsa tengslarofi og alvarlegum afleiðingum af ýmsu tagi, enda getur tekið verulega á að átta sig á því hvaðan neikvæðu hugmyndirnar um tálmaða foreldrið eru raunverulega komnar. Við hjá Félagi um Foreldrajafnrétti höfum að undanförnu safnað reynslusögum frá fólki sem orðið hefur fyrir foreldraútilokun og umgengnistálmunum, en þetta tvennt á það oftar en ekki til að fylgjast að. Umræddir einstaklingar lýsa miklum vanmætti gagnvart þeim aðstæðum sem þeir finna sig í. Algengt er að þeir upplifi eins og kerfið í heild sinni sé þeim andsnúið. Margir eiga það sameiginlegt að hafa í fjölda ára reynt að leiða mál sín til lykta með hjálp þar til bærra stofnana; sýslumannsembætta, barnaverndarnefnda eða dómstóla, án árangurs. Fólk lýsir því hvernig mál þeirra hafa verið teygð og toguð fram eftir öllu með þeim afleiðingum að þau missa smám saman allt samband við börnin sín. Allar sáttaumleitanir verða að hefjast með sáttameðferð hjá sýslumanni en það getur tekið mánuði að komast þar að. Úrskurðir falla þar sem kveðið er á um að foreldrar skuli deila forræði, en tálmunarforeldrar hunsa þær niðurstöður. Innihaldslausar ásakanir um hvers kyns ofbeldi eru tíðar, en það getur tekið langan tíma að skera úr um það, og á meðan halda tengslin áfram að rofna. Langt og kostnaðarsamt ferli fyrir dómstólum endar með því að tálmunarforeldri er dæmt í dagsektir, en slíkum úrskurðum er áfrýjað til innanríkisráðuneytisins þar sem þeir daga uppi án afleiðinga. Þá eru dæmi um að foreldrar nemi börn á brott og fara með þau til annarra landa að því er virðist án allra afleiðinga. Okkur hjá félaginu hefur lengi verið ljóst að þessi málaflokkur er í algjörum ólestri hér á landi og sú sýn hefur einungis styrkst enn frekar eftir því sem reynslusögur tálmaðra foreldra og barna þeirra hrannast upp. Það er tími til kominn að gera gangskör í þessum málaflokki og virða mannréttindi þeirra foreldra sem orðið hafa fyrir því að skorið er á tengsl þeirra við börn sín að ástæðulausu, og ekki síst barna þeirra sem eiga rétt á samvistum við báða foreldra. Við skuldum þeim að gera svo miklu, miklu betur! Höfundur er formaður Foreldrajafnréttis, félags um foreldrajafnrétti.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun