Menningargatan í Miðbænum Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2022 10:30 Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Líf Magneudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni. Og í dag verður loksins gengið frá undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Og það er fleira í pípunum í Reykjavík sem kemur til með að færa okkur þróttmikla listsköpun og menningu. Reykjavíkurborg hefur fest kaup á Hafnarhúsið af Faxaflóahöfnum með það fyrir augum að koma upp safni Nínu Tryggvadóttur. Einnig stendur til að færa Ljósmyndasafnið í húsnæðið og þar með bæta til muna aðstöðu safnsins. En þar verður ekki látið við sitja. Húsið er stórt og eftir mikla og frjóa hugarflugsvinnu og aðkomu margra ólíkra hópa að henni hefur verið ákveðið að gera Hafnarhús að miðstöð margra safna sem var orðað svo skemmtilega í skýrslu starfshóps sem mótaði tillögurnar: „Hafnarhús -einn rómur mörg söfn.“ Tækifærin sem felast í endurskipulagningu Hafnarhússins eru því óteljandi en að mörgu er að hyggja. Það þarf að huga að aðgengi allra hópa, fjölbreyttum listformum, leiksvæðum fyrir börn, fögrum almannarýmum, veitingasölu og fleira mætti telja í þessu spennandi verkefni sem felst í endurnýjun þessa fornfræga húss. Eitt er þó víst, þrátt fyrir að margt eigi eftir að gera í Hafnarhúsinu, að með tilkomu Listaháskólans í Tollhúsið skapast suðurpottur menningar og sköpunar, líflegt og margs konar mannlíf og mikil nálægð fjölbreyttra lista- og menningarhúsa sem geta þroskað okkur og veitt okkur lífsfyllingu, gleði og sjálfsþekkingu. Til hamingju Listaháskóli Íslands með þessi tímamót. Og til hamingju Reykvíkingar og listunnendur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun