Geta börn látið draumana rætast í ónýtum skólabyggingum? Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. maí 2022 21:30 Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Þorvaldur Daníelsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun