Áhyggjur af borðaklippingum Hallur Guðmundsson skrifar 11. maí 2022 12:15 Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur. Ég hef miklar áhyggjur af meirihlutanum í Hafnarfirði. Þau hafa ekki undan að klippa á borða og fagna verkefnum. Þau stunda allskyns opnanir, passa sig á að mæta á ýmsa viðburði til að skreyta sig með fjöðrum og skenkja sér freyðivín. Ég hef áhyggjur af þeim þar sem þau eru ekki í neinu formi til að gera þetta. Hvenær sefur þetta fólk? Eru þau aldrei timbruð? Heyrðu, jú, Síðastliðin fjögur ár hefur farið lítið fyrir þessu fólki á vettvangi borðaklippinga og annarra uppbyggingarviðburða. Reyndar fréttist lítið af þeim fjögur ár þar á undan líka. Það er líklega vegna timburmanna eftir borðaklippingarnar. Kosningar eru í nánd og líklegt er að verð á skærum og klippanlegum litaborðum hækki talsvert fram í miðjan maí, eða svo. Stjórnmálaflokkar vilja bæta, breyta, laga og skreyta ef marka má loforð og fagurgalann sem frá þeim streymir þessa dagana. Loforðin eru til þess fallin að safna atkvæðum og vekja von í hjörtum fólks. En vonin er veik. Kjósendur hafa um áratuga skeið kosið sér fulltrúa til að hafa áhrif. Margir flokkar sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum (og raunar líka í þingkosningum) fylgja Excelskjali sem sýnir atkvæðamagn og niðurstöður skoðanakannana. Þetta er ekki leiðin til að þjóna fólkinu í bæjunum. Nú stendur yfir sala á gullkálfum sem gefið hafa af sér tryggar tekjur. Þegar gullkálfunum hefur verið smalað úr tekjufjósinu þá stendur eftir tómt fjós og engar tekjur. Tekjurnar af sölu kálfana fóru í kaffibæti handa stórbændunum og lengra dugði það ekki. Bóndi sem selur bústofninn og fær ekkert í staðinn til tekjuöflunar þykir ekki góður bóndi nema hann sé að hætta búskap. Hér er ég auðvitað að líkja bústofni við veitufyrirtæki. Tengi hver sem vill. Reynt að fegra fjárhag sveitarfélaga með sölu eigna og frestun útgjaldaliða svo uppfylla megi gömul kosningaloforð skömmu fyrir kosningar. Ástæður fyrir frestun verkefna - að mati meirihlutaflokka - eru aðallega tvær. Annars vegar óstjórn fyrri meirihluta. Hins vegar mantran „Við urðum að fórna fyrir samstarf“. Opnum bókhaldið, höfum störfin gagnsæ og verum heiðarleg! Málamiðlun er betri en að hætta við. Píratar í Hafnarfirði vilja breyta þessu verklagi. Píratar vilja stöðugar borðaklippingar ef tilefni er til. Það á ekki að fresta bráðnauðsynlegum verkefnum til að næra skammtímaminni kjósenda. Píratar vilja að bætt sé stöðugt í góðu verkin. Píratar vilja að bæjarbúar geti hugsað með jákvæðum hætti um stjórnmálin í bænum. Íbúar Hafnarfjarðar eiga betra skilið en geðþóttastjórnmál og að þurfa að horfa upp á aðgerðarleysi þar til kosningar nálgast. Íbúar Hafnarfjarðar eiga skilið að stjórnmálamenn hætti að hugsa í kjörtímabilum og tækifærum fyrir sinn flokk. Hugsunin þarf að snúast um að þjóna fólkinu, fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar eins fljótt og mögulegt er. Til að hægt sé að breyta þessum hugsanagangi í Hafnarfirði þá þurfum við öll að mæta á kjörstað þann 14. maí og nýta atkvæðisréttinn okkar ef við höfum mögulega tök á því. Píratar vilja aukið lýðræði meðal íbúa og ef íbúar vilja aukið lýðræði innan bæjarins þá er hægt að stuðla að því með því að kjósa Pírata. XP! Höfundur situr í 10. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar