Ný lög eru bylting í þjónustu við börn... en hvernig er best að framfylgja þeim? Steinunn Bergmann skrifar 13. maí 2022 08:30 Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Börn og uppeldi Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Um áramótin tóku í gildi ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Vinna við breytingar í þágu barna hafa staðið yfir frá árinu 2018 og eru afurð víðtæks samráðs við fagfólk og aðra haghafa. En hvernig er best að framfylgja þessum lögum? Sú spurning er í forgrunni á árlegu Félagsráðgjafaþingi en þar koma félagsráðgjafar nú saman til að miðla þekkingu og læra hver af öðrum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum í velferðarþjónustu en þeir vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Félagsráðgjafar búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna Nýju farsældarlögin miða að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Í lögunum er sú nýlunda að stjórnvöld gera tilraun til að stigskipta þjónustu í þágu farsældar barna í fyrsta, annað og þriðja stigs þjónustu auk þess sem leitast á við að skilgreina opinbera almenna þjónustu í þágu farsældar barna með samræmdum hætti. Til að markmið laganna nái fram að ganga er mikilvægt að tryggja viðeigandi mönnun innan þeirra stofnana sem lögin ná til. Félagsráðgjafar eru sérfræðingar þegar kemur að félagslegri heilsu, þeir hafa heildarsýn að leiðarljósi og leita leiða til að tengja saman þjónustukerfi í þágu skjólstæðinga sinna. Þeir gegna því lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja samþætta þjónustu og meta ásamt foreldrum og/eða barni, hvenær þörf er á að tilnefna málastjóra. Félagsráðgjafar munu sérþekkingar sinnar vegna, sinna málstjórahlutverkinu öðrum fremur. Innleiðing nýrra laga tekur tíma og kallar á endurskoðað vinnulag og hefur Félagsráðgjafafélag Íslands tekið þátt í að skoða hvernig félagsráðgjafar geti stutt við innleiðinguna. Signs of Safety leið til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur Mörg sveitarfélög erlendis, meðal annars í Svíþjóð, Hollandi, Englandi og á Írlandi, hafa farið þá leið að innleiða Signs of Safety nálgunina til þess að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Nálgunin byggist á samstarfi við börn og fjölskyldur og aðila í nærumhverfi þeirra, þar á meðal stórfjölskylduna til að tryggja öryggi fyrir börn sem búa við erfiðar aðstæður. Rannsóknir hafa sýnt að Signs of Safety hefur reynist afar gagnleg nálgun til að auka samstarf og bæta þjónustu, sem er einmitt markmið nýju laganna. Það skiptir þó miklu máli að vandað sé til verka við innleiðingu. Fyrir liggur innleiðingaráætlun og fjármagn til að innleiða Signs of Safety í barnaverndarstarf hér á landi en ákvörðun um þátttöku liggur hjá sveitarfélögum. Það er mikilvægt að sveitarfélög skoði gagnsemi þess að taka upp þetta verklag og þá kerfisbundnu nálgun sem í henni felst. Það mun ekki bara bæta líf fjölskyldna heldur einnig spara háar fjárhæðir í rekstri félags- og heilbrigðisþjónustu þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur fremur en íhlutun Vegna samkomutakmarkana var tekin ákvörðun um að hafa Félagsráðgjafaþing 2022 tvískipt. Ávörp og lykilfyrirlestrar voru rafrænir 18. febrúar síðast liðinn en seinni hluti þingsins er haldinn 13. maí þar sem félagsráðgjafar koma saman, standa fyrir málstofum og samtali um fjölbreytt verkefni á vettvangi og kynna rannsóknaniðurstöður. Á fyrri hluta þingsins fjölluðu lykilfyrirlesarar frá Englandi og Írlandi um hvernig fagfólk getur stutt við innleiðingu breytinga í þágu farsældar barna og hvernig innleiðing Signs of Safety hefur stutt við kerfisbreytingar í þjónustu við börn og fjölskyldur á Írlandi. Lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að mæta börnum og fjölskyldum með snemmtækum stuðningi fremur en íhlutun þegar mál eru komin í óefni. Þá bentu þau á að það skiptir máli hvort málefnið sé nálgast út frá hugmyndafræðinni um stuðning eða íhlutun. Með nýrri löggjöf er verk að vinna, tækifæri liggja í lagasetningu um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Nú er lag að endurskipuleggja velferðarþjónustuna og tækifæri fyrir fagfólk til að hafa jákvæð áhrif á þróun þeirrar þjónustu sem veitt er en innleiðing nýrra laga tekur tíma og veltur ekki síður á því að fagfólk tileinki sér nýja hugsun og verklag. Málstofur á seinni hluta Félagsráðgjafaþings 2022 fjalla um rannsóknir og þróunarverkefni í velferðarþjónustu en nánari upplýsingar eru á felagsradgjof.is Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar