Byggjum fjölnotahús fyrir þjónustu bæjarins út í hverfunum Eggert Sigurbergsson skrifar 13. maí 2022 13:21 Reykjanesbær hefur byggt stakstæða leikskóla víðsvegar um bæinn og er nú svo komið að þessir leikskólar eru of litlir til að mæta nútímakröfum, ekki er hægt að byggja við þá eða breyta nema með ærum tilkostnaði, svo við tölum nú ekki um mönnunarvanda leikskólamenntaðra kennara sem er saga út af fyrir sig. Við þekkjum það vel að það eru byggð fjölnotahús undir íþróttir með góðum árangri en við eru enn föst í stakstæðum byggingum fyrir grunnþjónustu fyrir bæjarbúa. Fjölnotahús fyrir grunnþjónustu Við í Miðflokknum leggjum á það áherslu að hagræða og spara í rekstri grunnþjónustu um leið og gæði þjónustunnar verður aukin. Til að svo megi verða teljum við að bygging fjölnotahúss fyrir leikskóla, tómstundastarf barna og unglinga, þjónustu fyrir aldraða og öryrkja og aðstöðu fyrir hverfasamtök og foreldra barna í hverfum verði ekki bara einfaldara heldur mun hagkvæmara. Öll þessi starfsemi kalla á sömu grunnþjónustu sem hæglega er hægt að nýta mun betur t.d. samkomusal, eldhús og hreinlætisaðstöðu. Með fjölnotahúsi, eða kjarna, má takast á við sveiflur í notkun og skörun þjónustu er lítil þar sem leikskóli á daginn nýtir sameiginlegu aðstöðuna á meðan unglinga- og barnastarf og starf aldraða nýtir húsnæðið á öðrum tímum svo eitthvað sé nefnt. Með lækkun kostnaðar við mannvirki og grunnþjónustu gætum við t.d. bætt kjör og aðstöðu leikskólakennara. Við hjá Miðflokknum erum lausnarmiðuð og hugsum í lausnum en ekki vandamálum með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Reykjanesbær hefur byggt stakstæða leikskóla víðsvegar um bæinn og er nú svo komið að þessir leikskólar eru of litlir til að mæta nútímakröfum, ekki er hægt að byggja við þá eða breyta nema með ærum tilkostnaði, svo við tölum nú ekki um mönnunarvanda leikskólamenntaðra kennara sem er saga út af fyrir sig. Við þekkjum það vel að það eru byggð fjölnotahús undir íþróttir með góðum árangri en við eru enn föst í stakstæðum byggingum fyrir grunnþjónustu fyrir bæjarbúa. Fjölnotahús fyrir grunnþjónustu Við í Miðflokknum leggjum á það áherslu að hagræða og spara í rekstri grunnþjónustu um leið og gæði þjónustunnar verður aukin. Til að svo megi verða teljum við að bygging fjölnotahúss fyrir leikskóla, tómstundastarf barna og unglinga, þjónustu fyrir aldraða og öryrkja og aðstöðu fyrir hverfasamtök og foreldra barna í hverfum verði ekki bara einfaldara heldur mun hagkvæmara. Öll þessi starfsemi kalla á sömu grunnþjónustu sem hæglega er hægt að nýta mun betur t.d. samkomusal, eldhús og hreinlætisaðstöðu. Með fjölnotahúsi, eða kjarna, má takast á við sveiflur í notkun og skörun þjónustu er lítil þar sem leikskóli á daginn nýtir sameiginlegu aðstöðuna á meðan unglinga- og barnastarf og starf aldraða nýtir húsnæðið á öðrum tímum svo eitthvað sé nefnt. Með lækkun kostnaðar við mannvirki og grunnþjónustu gætum við t.d. bætt kjör og aðstöðu leikskólakennara. Við hjá Miðflokknum erum lausnarmiðuð og hugsum í lausnum en ekki vandamálum með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar