Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði Kristinn Jón Ólafsson skrifar 13. maí 2022 16:11 Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar