Kjósendur völdu næturstrætó Sindri Freyr Ásgeirsson skrifar 1. júní 2022 11:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Hagsmunir stúdenta Næturlíf Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021).
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun