Tökum flugið með Nice Air! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:01 Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fréttir af flugi Niceair Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar