Tökum flugið með Nice Air! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 2. júní 2022 17:01 Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Fréttir af flugi Niceair Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu. Fagna ég því mjög og óska íbúum norðan heiða til hamingju með áfangann, áfanga sem barist hefur verið fyrir í áratugi. Stemmningin á Norðurlandi fyrir þessu nýja fyrirtæki er slík að hún er nánast áþreifanleg hér fyrir sunnan. Táknrænt er auðvitað að fyrsta flugvélin heitir Súlur eftir bæjarfjalli Akureyringa en táknrænt er líka að flugfélagið heitir fullu nafni Nice Air North Iceland. Það eru skýr skilaboð til landshlutans og líka skýr skilaboð til fólks og fyrirtækja um þennan möguleika til flutninga á fólki og vörum milli Akureyrar og áfangastaða erlendis. Nú opnast möguleikar Norðlendinga að komast til Evrópu án þess að eiga lengri ferð fyrir höndum en flugið sjálft tekur, án aukakostnaðar við suðurferð og meira vinnutaps en nauðsyn krefur. Ljóst er að þetta framtak mun sömuleiðis fjölga erlendum ferðamönnum á Norðurlandi og þar með auka tekjur og styrkja byggð með fleiri störfum í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Því er mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram og tryggt sé að fólk geti heimsótt allar þær náttúruperlur sem Norðurland býr yfir allt árið. Einnig opnast nú möguleikar að bjóða upp á nýjan og spennandi kost hér á landi til ráðstefnuhalds með beinu flugi til Akureyrar og meðal annars glæsilegri ráðstefnuaðstöðu í Hofi. Á Norðurlandi er stundaður öflugur sjávarútvegur og í nýliðnum mánuði átti ég þess kost að kynna mér myndarlegt fiskeldi í Öxarfirði þar sem eru áform um mikla uppbyggingu. Beint flug til og frá Norðurlandi mun þjóna hagsmunum sjávarútvegs vel og opnast nú nýir möguleikar fyrir flutning á ferskum fiski beint á markaði erlendis með flugi frá Akureyri. Frumkvöðlakraftur og atorka heimafólks í byggðum landsins er mér ofarlega í huga nú sem áður. Nice Air er frumkvæðisverkefni í heimabyggðinni, lofsverður vaxtarsproti sem ástæða er til að óska landsmönnum öllum til hamingju með. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun