Þegar konur taka pláss á skjánum... Eva Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 13:00 Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum. Í þeirri merkilega litlu umfjöllun sem sería af þessari stærð hefur fengið hefur oftast verið talað um „kvenna verk” eða „kvenna teymi” – sem er svo sem alveg rétt, en óþarfi að taka það alltaf fram. Eða hvað? Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þessari umfjöllun og sjá hversu mikla áherslu kvennavinkillinn hefur fengið. Við erum mjög stoltar af því að hafa teflt fram þessari sögu um lækni sem flytur aftur í gamla þorpið sitt með unglingsdóttur sína og þarf að flytja inn í foreldrahús eftir framhjáhald eiginmanns síns. Hún tekur við stöðu heimilislæknis í þorpinu og á heilsugæslunni vinna tvær aðrar konur sem eru stór hlutverk í sögunni. Við kynnum til leiks fjöldan allan af karakterum úr þessu þorpi, en mæður og dætur eru aðal söguþráður seríunnar og því ætti ekki að koma á óvart að konur eru í flestum aðal hlutverkunum. En þetta virðist hafa slegið suma áhorfendur útaf laginu. Ég hef fengið ótal margar athugasemdir bæði á netinu og frá fólki í kringum mig um þetta. Konur eru flestar mjög ánægðar og vilja bara ræða söguþráðinn, en karlar hafa oft byrjað á því að undra sig á því hvað það virðast búa margar konur í þessu skáldaða þorpi sem við höfum nefnt Hólmafjörð. Faðir minn vildi jafnvel hvetja mig til þess að skrifa inn karlmann á heilsugæsluna því karlmenn geta víst líka unnið á heilsugæslum. Það er svo sem alveg rétt, en það er bara ekki það sem að sagan er um, og er það ekki réttur höfunda að skrifa inn þá karaktera og söguþræði sem þeim finnst mest áhugaverðir? Áhorfendur hafa í gegnum árin fengið að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsefni sem skartað hefur mikið af karl hetjum og körlum í aðal hlutverkum. Oftast eru konur bara í aukahlutverki og með þann eina tilgang að styðja við sögu karlanna. Þegar kona er í aðalhlutverki er oft karlmaður í jafn stóru hlutverki, en ég nefni hér Ófærð, Brot og Verbúðina. Gæti það mögulega verið útskýrt með því að konur hafa ekki fengið sömu tækifærin til að skrifa eða leikstýra svona stórum verkum? Auðvitað mega konur skrifa um karla og karlar skrifa um konur – en það ætti ekki að koma neinum á óvart að sjónvarpsería skrifuð af konum sé um konur. Það er bara ekkert að því og í raun þörf á því. Og það er svo efni í annan pistil, en það einnig meiri þörf á sýnileika og tækifærum fyrir POC (people of colour), hinsegin fólki og einstaklingum með fötlun. Við konurnar höfum þurft að læra að tengja við karlmenn á skjánum og finna leiðir til þess að endurspegla okkur í sögum þeirra. Þar hafa karlmenn ekki þurft að leggja mikið á sig þar sem að þeir sjá sjálfa sig í flestum seríum og kvikmyndum síðastliðnu ára. Eitt og eitt verk kemur út um konur, en það er undantekning frekar en reglan. Og það er því tilgáta mín að karlmenn eru hreinglega bara ekki í æfingu í því að leggja meira á sig og finna tengingu eða speglun í karakterum sem líta ekki út eins og þeir sjálfir. En margt sem að persónur Vitjana ganga í gegnum eru lífsreynslur sem að bæði kynin þekkja og ættu að tengja við. Ég bæti því svo við að það hefur verið áberandi lítil umfjöllun um þessa þætti sem sýndir voru á sama tíma á RÚV og hinar íslensku leiknu seríurnar sem við höfum horft á síðustu misseri. Mér hefur verið bent á þetta frá ótal mörgu fólki og jafnvel hefur þetta verið rætt af áhorfendum á Twitter og á Facebook. Fjölmiðlar hafa birt mjög fá viðtöl og leikkonurnar okkar flestar ekki farið í nein blaðaviðtöl. Má þar sérstaklega benda á að aðal leikkonan, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, hefur ekki fengið eitt viðtal í fréttablaði, fréttasíðum á netinu eða í tölublað. Þetta finnst mér mjög undarlegt, enda um þekkta og reynda leikkonu að ræða. Kannski er það bara af því að við konurnar látum verkin tala og erum aðeins hógvægari með þetta allt saman – en fjölmiðlar mættu nú líka vinna vinnu sína af meiri áhuga og ekki bara bíða eftir tilbúnum fréttatilkynningum og pistlum eins og oft er gert. Það eru einnig margar þemur í þáttunum sem fólk hefur vilja ræða á netinu eins og heimilisofbeldi og geðheilsa, en þetta hefur ekki krossað yfir í viðurkennda fjölmiðla. Ég dett oft í grifjuna að fara að þakka fyrir það að hafa fengið að leikstýra þessum þáttum og að fá að sýna þá á RÚV, eins og að ég sé ekki lærð og reynd kvikmyndagerðakona sem á þetta pláss skilið eins og við allar sem komu að gerð Vitjana. Við höfum lagt mikla vinnu í verkið og það sem við þökkum fyrir er samstarfið og áhorfið sem við höfum hlotið. Það ætti ekki að koma fólki svona á óvart að þetta „kvenna verk” sé faglega unnið. Það er áberandi hvað áhorfendur sem horft hafa á þáttinn eru ánægðir og ég hvet alla sem eftir eiga að horfa að taka hámhorf á Sarpinum hjá RÚV. Munið bara að endurstilla gleraugun og hugann þannig að þið náið að tengja bæði við sögur karlanna og kvennanna – það er ekkert mál þegar þið komist í æfingu við það! Höfundur er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Jafnréttismál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum. Í þeirri merkilega litlu umfjöllun sem sería af þessari stærð hefur fengið hefur oftast verið talað um „kvenna verk” eða „kvenna teymi” – sem er svo sem alveg rétt, en óþarfi að taka það alltaf fram. Eða hvað? Það hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með þessari umfjöllun og sjá hversu mikla áherslu kvennavinkillinn hefur fengið. Við erum mjög stoltar af því að hafa teflt fram þessari sögu um lækni sem flytur aftur í gamla þorpið sitt með unglingsdóttur sína og þarf að flytja inn í foreldrahús eftir framhjáhald eiginmanns síns. Hún tekur við stöðu heimilislæknis í þorpinu og á heilsugæslunni vinna tvær aðrar konur sem eru stór hlutverk í sögunni. Við kynnum til leiks fjöldan allan af karakterum úr þessu þorpi, en mæður og dætur eru aðal söguþráður seríunnar og því ætti ekki að koma á óvart að konur eru í flestum aðal hlutverkunum. En þetta virðist hafa slegið suma áhorfendur útaf laginu. Ég hef fengið ótal margar athugasemdir bæði á netinu og frá fólki í kringum mig um þetta. Konur eru flestar mjög ánægðar og vilja bara ræða söguþráðinn, en karlar hafa oft byrjað á því að undra sig á því hvað það virðast búa margar konur í þessu skáldaða þorpi sem við höfum nefnt Hólmafjörð. Faðir minn vildi jafnvel hvetja mig til þess að skrifa inn karlmann á heilsugæsluna því karlmenn geta víst líka unnið á heilsugæslum. Það er svo sem alveg rétt, en það er bara ekki það sem að sagan er um, og er það ekki réttur höfunda að skrifa inn þá karaktera og söguþræði sem þeim finnst mest áhugaverðir? Áhorfendur hafa í gegnum árin fengið að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsefni sem skartað hefur mikið af karl hetjum og körlum í aðal hlutverkum. Oftast eru konur bara í aukahlutverki og með þann eina tilgang að styðja við sögu karlanna. Þegar kona er í aðalhlutverki er oft karlmaður í jafn stóru hlutverki, en ég nefni hér Ófærð, Brot og Verbúðina. Gæti það mögulega verið útskýrt með því að konur hafa ekki fengið sömu tækifærin til að skrifa eða leikstýra svona stórum verkum? Auðvitað mega konur skrifa um karla og karlar skrifa um konur – en það ætti ekki að koma neinum á óvart að sjónvarpsería skrifuð af konum sé um konur. Það er bara ekkert að því og í raun þörf á því. Og það er svo efni í annan pistil, en það einnig meiri þörf á sýnileika og tækifærum fyrir POC (people of colour), hinsegin fólki og einstaklingum með fötlun. Við konurnar höfum þurft að læra að tengja við karlmenn á skjánum og finna leiðir til þess að endurspegla okkur í sögum þeirra. Þar hafa karlmenn ekki þurft að leggja mikið á sig þar sem að þeir sjá sjálfa sig í flestum seríum og kvikmyndum síðastliðnu ára. Eitt og eitt verk kemur út um konur, en það er undantekning frekar en reglan. Og það er því tilgáta mín að karlmenn eru hreinglega bara ekki í æfingu í því að leggja meira á sig og finna tengingu eða speglun í karakterum sem líta ekki út eins og þeir sjálfir. En margt sem að persónur Vitjana ganga í gegnum eru lífsreynslur sem að bæði kynin þekkja og ættu að tengja við. Ég bæti því svo við að það hefur verið áberandi lítil umfjöllun um þessa þætti sem sýndir voru á sama tíma á RÚV og hinar íslensku leiknu seríurnar sem við höfum horft á síðustu misseri. Mér hefur verið bent á þetta frá ótal mörgu fólki og jafnvel hefur þetta verið rætt af áhorfendum á Twitter og á Facebook. Fjölmiðlar hafa birt mjög fá viðtöl og leikkonurnar okkar flestar ekki farið í nein blaðaviðtöl. Má þar sérstaklega benda á að aðal leikkonan, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, hefur ekki fengið eitt viðtal í fréttablaði, fréttasíðum á netinu eða í tölublað. Þetta finnst mér mjög undarlegt, enda um þekkta og reynda leikkonu að ræða. Kannski er það bara af því að við konurnar látum verkin tala og erum aðeins hógvægari með þetta allt saman – en fjölmiðlar mættu nú líka vinna vinnu sína af meiri áhuga og ekki bara bíða eftir tilbúnum fréttatilkynningum og pistlum eins og oft er gert. Það eru einnig margar þemur í þáttunum sem fólk hefur vilja ræða á netinu eins og heimilisofbeldi og geðheilsa, en þetta hefur ekki krossað yfir í viðurkennda fjölmiðla. Ég dett oft í grifjuna að fara að þakka fyrir það að hafa fengið að leikstýra þessum þáttum og að fá að sýna þá á RÚV, eins og að ég sé ekki lærð og reynd kvikmyndagerðakona sem á þetta pláss skilið eins og við allar sem komu að gerð Vitjana. Við höfum lagt mikla vinnu í verkið og það sem við þökkum fyrir er samstarfið og áhorfið sem við höfum hlotið. Það ætti ekki að koma fólki svona á óvart að þetta „kvenna verk” sé faglega unnið. Það er áberandi hvað áhorfendur sem horft hafa á þáttinn eru ánægðir og ég hvet alla sem eftir eiga að horfa að taka hámhorf á Sarpinum hjá RÚV. Munið bara að endurstilla gleraugun og hugann þannig að þið náið að tengja bæði við sögur karlanna og kvennanna – það er ekkert mál þegar þið komist í æfingu við það! Höfundur er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun