Lífleg eða róleg viðskipti Baldur Thorlacius skrifar 16. júní 2022 14:24 Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýverið lauk Ölgerðin við frumútboð og skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland (Kauphöllina). Útboðið heppnaðist vel, þreföld umframeftirspurn og áskriftir frá um 6.600 aðilum við krefjandi markaðsaðstæður. Félagið var skráð í Kauphöllina 9. júní. Þann dag urðu 471 viðskipti upp á samtals tæplega 300 milljónir króna. Í fréttum af fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins var í einhverjum miðlum greint frá því að þessi frumraun hefði verið nokkuð róleg. Til samanburðar voru nýleg dæmi um skráningar Síldarvinnslunnar og Íslandsbanka. Í tilviki Síldarvinnslunnar var velta upp á um milljarð króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni, sem gerir 262% meiri veltu en með Ölgerðina. Hjá Íslandsbanka nam veltan um 5,4 milljörðum, sem gerir 1699% meiri veltu en með Ölgerðina, hvorki meira né minna. En stöldrum nú aðeins við, skiptir mögulega einnig máli hversu stór viðkomandi fyrirtæki eru þegar lagt er mat á umfang viðskipta? Bæði Íslandsbanki og Síldarvinnslan eru talsvert stærri en Ölgerðin að markaðsvirði. Það sem telst mikil velta með Ölgerðina gæti því talist lítil velta með samanburðarfélögin tvö. Ef við leiðréttum fyrir stærð og horfum á daglegan veltuhraða, þar sem við deilum fjölda hlutabréfa sem skiptu um hendur með heildarfjölda hlutabréfa, má sjá að hann var 1,1% á frumraun Ölgerðarinnar í Kauphöllinni. Þetta þýðir að það urðu viðskipti með 1,1% af öllu hlutafé í félaginu á einum degi. Í tilviki Síldarvinnslunnar var veltuhraðinn 1,0% en í tilviki Íslandsbanka heil 2,9%. Þegar allar skráningar á Aðalmarkað frá hruni eru skoðaðar kemur í ljós að veltuhraðinn á fyrsta degi eftir frumútboð hefur almennt verið 1,3% (miðgildi). M.ö.o. voru bæði Ölgerðin og Síldarvinnslan nokkurn vegin á pari við það sem gengur og gerist. Veltan með Íslandsbanka var aftur á móti mikil, hvort sem leiðrétt er fyrir stærð eða ekki. Metið á TM, sem fór á markað í maí 2013, en það urðu viðskipti með 6,7% af öllum útgefnum hlutum á skráningardegi þess. Það vill einnig svo vel til að TM á metið fyrir hæsta frumútboðspoppið (hækkun frá útboðsverði) eftir hrun, eða 33%. Íslandsbanki fylgir þar á eftir, með 20%. Ég myndi því seint segja að viðskipti með Ölgerðina á skráningardeginum hefðu verið eitthvað sérstaklega róleg. Veltan var í takt við það sem við höfum áður séð, leiðrétt fyrir stærð, og fjöldi viðskipta með hæsta móti, eða sá næst mesti á fyrsta degi viðskipta frá hruni (Íslandsbanki á það met). Það er mjög algengt að fólk taki ekki tillit til stærðar fyrirtækja þegar það fjallar um virkni markaðarins. Hvort sem það eru fjölmiðlar, reynslumiklir greiningaraðilar eða fjárfestar. En veltutölur einar og sér geta verið blekkjandi, ef þær eru ekki settar í samhengi við stærð. Að nota veltuhraða getur því verið góð leið til að bera saman virkni í viðskiptum á milli einstakra fyrirtækja eða markaða. Leiðrétt fyrir stærð hefur veltan á íslenska markaðnum iðulega komið vel út í samanburði við stærri markaði. Það má því segja að það séu almennt nokkuð lífleg viðskipti á íslenska markaðnum og hann hefur náð að styðja vel við íslenskt efnahagslíf í gegnum árin. En lengi má gott bæta og fjölgun félaga á markaði er mikilvægur liður í því að efla markaðinn enn frekar. Skráningar Nova og Alvotech eru næstar á dagskrá, það verður spennandi að sjá hvernig þeim mun vegna. Höfundur er framkvæmdastjóra sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun