Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun