Öruggari greiðslur með sterkri auðkenningu Hermann Þór Snorrason skrifar 13. júlí 2022 11:00 Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni. Þegar þú skráir þig inn í netbanka eða bankaapp eða framkvæmir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun og veru þú með því að nota sterka auðkenningu. Það getur þú t.d. gert með því að nota rafræn skilríki, nota fingrafara- eða andlitsskanna á símanum eða aðrar leiðir sem bankinn þinn býður upp á, t.d. Auðkennisappið, en allt telst þetta vera sterk auðkenning. Ef þú hefur skráð þig inn í netbanka eða app einungis með því að slá inn notandanafn og lykilorð, er bönkum skylt að krefjast viðbótarstaðfestingar áður en þú getur lokið við að framkvæma greiðslu. Dæmi um viðbótarstaðfestingu er að slá inn einnota auðkennisnúmer sem þú færð með SMSi, í appi eða á öryggislykli. Með sterkri auðkenningu er hægt að staðfesta að þú sért bara þú – að þú sért „orginal“ eins og Sálin hans Jóns míns söng um, sællar minningar. Allar þessar breytingar eru liður í innleiðingu á PSD2-tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu sem er ætlað að bregðast við auknum fjársvikatilraunum á netinu og gera fleiri þjónustuveitendum en bara bönkum fært að veita bankaþjónustu. Þær valda því að snjallsími og rafræn skilríki eru enn mikilvægari við hvers kyns bankaviðskipti og greiðslur en áður. Vinsælast að auðkenna sig með andlitsgreiningu eða fingrafari Í Landsbankaappinu hefur alltaf verið hægt að auðkenna sig með lífkenni, þ.e. með andlitsgreiningu eða fingrafari. Þetta er langvinsælasta leiðin við innskráningu og er notuð í um 70% tilfella. Aðrir viðskiptavinir nota helst rafræn skilríki. Innan skamms munu viðskiptavinir Landsbankans einnig geta staðfest greiðslur með lífkenni, rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Með þessu viljum við tryggja að þú getir sinnt bankaviðskiptum þótt þú sért bara í netsambandi en ekki í símasambandi. Sama gildir ef þú hefur bara símasamband en ekkert netsamband. Mikilvæg breyting í netverslun Verslun á netinu er ekki hættulaus og netglæpamenn leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum, s.s. kreditkortanúmerum. Lengi hefur verið hægt að staðfesta greiðslur á netinu með því að slá inn auðkennisnúmer sem kemur með SMSi en með nýju reglunum verður gerð krafa um sterka auðkenningu við netgreiðslur, s.s. lífkenni eða rafræn skilríki sem mun gera netverslun öruggari. Ógn vegna netglæpa er stöðug og við þurfum öll að vera vakandi fyrir henni. Þess vegna munum við, þrátt fyrir sterkar auðkenningar, halda áfram að starfrækja núverandi öryggiskerfi í netbanka Landsbankans og Landsbankaappinu. Þar mun áfram eiga sér stað áhættumat sem byggir meðal annars á hegðunarvenjum og -mynstri notandans. Þetta tvennt ásamt sterkum auðkenningum eru öflug vopn í baráttunni gegn netglæpum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Netöryggi Netglæpir Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar reglur um það sem nefnist „sterk auðkenning“ hafa tekið gildi en í þeim eru gerðar stífari kröfur við innskráningu í bankaöpp og netbanka, um hvernig þú staðfestir netbankagreiðslur og við verslun á netinu. Tilgangurinn er að auka öryggi og stuðla að meiri samkeppni. Þegar þú skráir þig inn í netbanka eða bankaapp eða framkvæmir greiðslu á netinu þarftu að staðfesta að þú sért í raun og veru þú með því að nota sterka auðkenningu. Það getur þú t.d. gert með því að nota rafræn skilríki, nota fingrafara- eða andlitsskanna á símanum eða aðrar leiðir sem bankinn þinn býður upp á, t.d. Auðkennisappið, en allt telst þetta vera sterk auðkenning. Ef þú hefur skráð þig inn í netbanka eða app einungis með því að slá inn notandanafn og lykilorð, er bönkum skylt að krefjast viðbótarstaðfestingar áður en þú getur lokið við að framkvæma greiðslu. Dæmi um viðbótarstaðfestingu er að slá inn einnota auðkennisnúmer sem þú færð með SMSi, í appi eða á öryggislykli. Með sterkri auðkenningu er hægt að staðfesta að þú sért bara þú – að þú sért „orginal“ eins og Sálin hans Jóns míns söng um, sællar minningar. Allar þessar breytingar eru liður í innleiðingu á PSD2-tilskipun Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu sem er ætlað að bregðast við auknum fjársvikatilraunum á netinu og gera fleiri þjónustuveitendum en bara bönkum fært að veita bankaþjónustu. Þær valda því að snjallsími og rafræn skilríki eru enn mikilvægari við hvers kyns bankaviðskipti og greiðslur en áður. Vinsælast að auðkenna sig með andlitsgreiningu eða fingrafari Í Landsbankaappinu hefur alltaf verið hægt að auðkenna sig með lífkenni, þ.e. með andlitsgreiningu eða fingrafari. Þetta er langvinsælasta leiðin við innskráningu og er notuð í um 70% tilfella. Aðrir viðskiptavinir nota helst rafræn skilríki. Innan skamms munu viðskiptavinir Landsbankans einnig geta staðfest greiðslur með lífkenni, rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Með þessu viljum við tryggja að þú getir sinnt bankaviðskiptum þótt þú sért bara í netsambandi en ekki í símasambandi. Sama gildir ef þú hefur bara símasamband en ekkert netsamband. Mikilvæg breyting í netverslun Verslun á netinu er ekki hættulaus og netglæpamenn leggja mikið á sig til að stela greiðsluupplýsingum, s.s. kreditkortanúmerum. Lengi hefur verið hægt að staðfesta greiðslur á netinu með því að slá inn auðkennisnúmer sem kemur með SMSi en með nýju reglunum verður gerð krafa um sterka auðkenningu við netgreiðslur, s.s. lífkenni eða rafræn skilríki sem mun gera netverslun öruggari. Ógn vegna netglæpa er stöðug og við þurfum öll að vera vakandi fyrir henni. Þess vegna munum við, þrátt fyrir sterkar auðkenningar, halda áfram að starfrækja núverandi öryggiskerfi í netbanka Landsbankans og Landsbankaappinu. Þar mun áfram eiga sér stað áhættumat sem byggir meðal annars á hegðunarvenjum og -mynstri notandans. Þetta tvennt ásamt sterkum auðkenningum eru öflug vopn í baráttunni gegn netglæpum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landsbankanum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar