Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 11:58 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er bjartsýn á breytingar. Vísir/Vilhelm Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira