Sykurpúða snillingurinn hann Ragnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 10:31 VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
VR birti loksins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga og nú er sko gaman að sitja og pæla hvað er framundan. Ætli að VR nái öllu fram sem þeir vilja og hvað í kröfugerðinni er mesta snilldin? Fyrir mitt leiti þá er ég ansi skotin í þeirri hugmynd að ná fram 30 daga sumarfríi handa öllum. RÍFF frí á Tene í sex fleiri daga hljómar bara mjög heillandi. En hvernig ætlar snillingurinn hann Ragnar að ná þessu fram. Þetta er launhækkun upp á 2,87% í formi orlofs. Og þetta er krafa sem er aðskilin kröfu um almenna launahækkun. Svona auka bónus í vasa launþega. Mig langar til að vera bjartsýn og allt það og ég vonast til að þetta náist í gegn, en kannski er ekki vitlaust að hafa smá varaáætlun. Eitthvað sem tryggir að þetta nái fram að ganga. Það situr í mér og ég viðurkenni að ég varð frekar sár eftir kjarasamningsgerð 2016 þegar það var samþykkt af hendi verkalýðshreyfingarinnar að hækka mótframlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð. Hækkunin var upp á heil 3,5%. Sem sagt útgjöld atvinnurekanda jukust en launþeginn fékk ekki neinn pening til sín. Vegna aukinna útgjalda fyrirtækja þá áttu launþegar erfiðar með að labba upp á skrifstofu og biðja um auka launahækkun. Sem er jú eitthvað sem launþegar gera stundum þegar þeir telja sig hafa unnið fyrir því eða þurfa á því að halda. Hugsunin um þessa sátt skilur enn smá óbragð eftir í munninum hjá mér. Þarna voru hagsmunir lífeyrissjóða settir ofar hagsmunum launþega. Verkalýðshreyfingin samþykkti að veita lífeyrissjóðum auka lán á minn kostnað. Þeir sýndu mér þá forræðishyggju og leyfðu sér að taka þá ákvörðun að ég gæti ekki ávaxtað fé mitt betur en lífeyrissjóðirnir. Mér hefur líka verið hugsað til þess, hvað ef ég næ aldrei þeim aldri að verða 67 ára? Hvað verður um peninginn sem lífeyrissjóðurinn tók til sín sem lánsfé? Honum verður eflaust ekki skilað til barnanna minna. Mætti ekki segja það upphátt að í þeim aðstæðum hafi verkalýðshreyfingin gefið grænt ljós á stuld úr vasa launþega yfir í vasa lífeyrissjóða? Hvernig hefur lífeyrissjóðurinn nýtt sér svo þennan stuld? Það er kannski kaldhæðnasta af öllu. Þeir hafa nýtt peninginn til að hækka verð fasteigna og standa nú í keppni við barnið mitt við kaup á húsnæði. Væri ekki upplagt tækifæri nú að skila aftur þessum 3,5%. Taka þau bara frá lífeyrissjóðunum og færa inn á bankabók launþega í formi orlofs. Leiðrétti þyrfti reyndar kröfuna upp á 31 dag í orlof, en hver myndi kvarta yfir því? Atvinnurekendur ættu að geta samþykkt þetta og launþegar ættu að vera sömuleiðis sáttir. Það var mjög sætt af Ragnari að læða þessu inn í kröfugerðina fyrir okkur. Vonandi nýtir hann tækifærið og leiðréttir líka tilbaka þann stuld sem átti sér stað árið 2016. Fyrir mitt leyti þá þakka ég innilega fyrir. Höfundur er launþegi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar