Borgarstjórn á beinni braut Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2022 08:00 „Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Hver er sérstaða þín flokks?” er ég stundum spurð. “Hver er munurinn á Viðreisn og Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu?” eru spurningar sem fylgja gjarnan á eftir. Það vefst ekki fyrir mér að svara þessu, enda er Viðreisn með sitt eigið hryggjarstykki, sína eigin sérstöðu sem við erum stolt af. Viðreisn er nútímalegur frjálslyndur Evrópuflokkur sem vinnur alltaf að almannahagsmunum og trúir því að jafnrétti og loftslagsmál séu lykilbreytur í öllu sem við gerum, hvort sem er á þingi eða í sveitarstjórnum. Styrkurinn felst í breiddinni Í nútíðinni leynist samvinna margra flokka. Samstarf og málamiðlanir er það sem koma skal. Fjórflokkurinn er liðinn undir lok og nýir flokkar hafa bæst við flóruna. Með þessari þróun í pólitíkinni munum við venjast samstarfi fleiri flokka en áður sem sameinast um sameiginlega sýn og markmið. Þetta kallar á að vinnu við að finna það sem flokkarnir eiga sameiginlegt. En þessi veruleiki kallar líka á það að í samstarfi margra flokka þurfa allir verða að fá sitt svið fyrir það sem aðgreinir þá. Í gær fórum við í borgarstjórn yfir nýjan samstarfssáttmála ólíkra flokka sem mynda meirihlutann í borginni. Samstarfssáttmálinn er einmitt gott dæmi um mikilvægi samvinnu. Í upphafi nýs kjörtímabils sammældumst við um gott samkomulag sem byggir á afar skýrri sameiginlegri sýn á framtíð og þróun borgarinnar. Það þýðir ekki að við séum öll eins og sammála um allt, það er af og frá. Við erum ólíkir flokkar og það er okkar styrkur. Við ræðum opinskátt saman um þau málefni sem aðgreina okkur og komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum, hvert og eitt, dugleg að ýta á þau málefni sem við brennum fyrir og minna á sjónarmið ef við teljum að eitthvað hafi gleymst. Ætlum að vera óþreytandi Í samstarfsáttmálanum settum við fram ítarlegan verkefnalista þar sem dregin eru fram 18 verkefni sem hefja á strax og sáttmála um stór sem lítil verkefni sem við munum vinna að á næstu fjórum árum. Við í Viðreisn höfum í meirhluta verið óþreytandi að benda á mikilvægi fjölbreytts reksturs og atvinnulífsins, ýta á eftir því að bilið verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla, leitað verði leiða til að bæta þjónustu borgarinnar með stafrænum skrefum, bæta skipulag hennar og ferla. Og að fjármálin séu tekin föstum tökum. Aðrir flokkar hafa haft sínar áherslur. En verk þessa meirihluta væru ekki þau sömu ef bara einn flokkur væri við völd, sem hefði ekki ólíka aðila að semja við sig til niðurstöðu. Ný og betri borgarstjórn Umræðan í borgarstjórn í gær var afar góð, uppbyggileg og skemmtileg. Allir flokkar ræddu sín mál, kynntu sín rök og pólitíska sýn. Upptakturinn var sérdeilis góður og málefnalegur og fagna ég því sérstaklega. Borgarstjórn sýndi pólitíska breidd sína og styrk, þvert á flokka sem er afar jákvætt fyrir alla borgarbúa. Framtíðin leynist í samvinnu marga flokka, og við sem leiðum þá vinnu búum yfir yfirsýn sem þarf til að sú samvinna beri árangur. Með þekkingu og reynslu í farteskinu langar mig að byggja frjálst og réttlátt borgarsamfélag og ég hlakka til þess að gera það með allri borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og forseti borgarstjórnar.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar