Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Ragnar Borgþór Ragnarsson skrifar 7. september 2022 10:00 Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Sjá meira
Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun