Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar 14. mars 2025 18:02 Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Bandaríkin Hafrannsóknastofnun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem nærumst á góðum vísindaskáldsögum eru atburðir á alþjóðlega sviðinu í takt við áhugaverða, en ógnvænlega, distópíu. Stjórnvöld vestanhafs blása í allskonar stríðslúðra sem eru að valda miklum skaða fyrir aðrar þjóðir en ekki síst fyrir innviði, vísindastofnanir, fyrirtæki og almenning í Bandaríkjunum sjálfum. Þótt það sé strax sýnilegt að sárin verða djúp og lengi að gróa, þá er mikilvægt að muna að samfélög manna hafa tekið allskonar snúninga á fasisma, rasisma og öðrum ömurlegum „ismum“ í gegnum söguna og ég veit að við sem alþjóðlegt samfélag munum finna leiðina til baka á ný. Besta aðferðin til að finna leiðina er að vernda ljósið sem lýsir hana upp. Það ljós er upplýst samfélag þar sem vísindaleg þekking, mannúð og menning eru meginviðmið. Samfélag þar sem virðing er borin fyrir mennsku og vísindum og flestir eru meðvitaðir um að þekking þarf að byggja á staðreyndum og aðgerðir eiga ekki að byggja á fordómum og fáfræði. Ísland og ljósið Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi ljós. Ég finn mikinn vilja í okkar upplýsta samfélagi til að vernda það með öllum tiltækum ráðum. Við fullorðna fólkið og börnin á heimilinu hlustum reglulega á hið fallega lokalag krakkaskaupsins 2024, Skínum skært. Börnin vita sínu viti. Er það mín heitasta ósk að þau sem nú eru börn fái að alast upp í samfélagi sem er mótað af virðingu fyrir fólki og vistkerfum, vísindalegri hugsun og upplýstum ákvörðunum. Vopnin Við hvað erum við að berjast og hvernig eigum við að verjast? Ég hef ekki fullkomið svar við þessari spurningu en það má kannski benda á hið augljósa. Í öllum löndum eru öfl sem vinna markvisst að því að skapa ótta og óvissu sem hægt er að nýta til að stýra samfélögum. Það er nánast fáránlegt hvað þetta er að virka vel í Bandaríkjunum. Samfélagsmiðlar og sumir fjölmiðlar sem byggja tilvist sína á æsifréttamennsku eru byssan. Byssukúlurnar eru upplýsingaóreiðan og lygarnar. Skotið er fast að góðum gildum og í viðkvæman jarðveginn er sáð fræjum ótta, óvissu og haturs svo hægt sé að stýra fólki, oft í átt að eigin eyðileggingu. Því miður er það svo að sannleikur og staðreyndir hafa orðið sífellt bitlausari í baráttu við upplýsingaóreiðu, skautun og æsifréttamenningu. Við þurfum að brýna baráttu okkar gegn þessari þróun með því að vera vel upplýst og tryggja góða menntun og gagnrýna hugsun. Við þurfum að vernda góð samfélagsleg gildi, vísindalega nálgun og tryggja að ekki sé grafið markvisst undan trausti á kerfum og stofnunum líkt og raungerst hefur í Bandaríkjunum. Við þurfum hugrekki til að vera leiðandi ljós. Sérstök hvatning til fjölmiðlafólks Fjölmiðar hafa veigamikið hlutverk við að draga úr upplýsingaóreiðu en þeir geta líka átt í hættu á að auka hana. Í nútímasamkeppni um athygli fólks er beitt ýmsum ráðum á borð við smellibeitur, krassandi fyrirsagnir sem segja oft lítið um innihald fréttarinnar. Má merkja minnkandi áherslur á sannleiksgildi frétta til að auka líkur á að einstaklingar gefi fréttinni gaum, jafnvel smellir við „líkar við“. Þótt fjölmiðlar eigi að veita öllum aðhald, ekki síst stjórnvöldum og stofnunum, er nauðsynlegt að umfjöllun sé bæði rétt og sanngjörn. Það er afar auðvelt fyrir fjölmiðla að ýta undir upplýsingaóreiðu og auka vantraust fólks á okkar samfélagslegu kerfi og stofnanir sem eru með það hlutverk að standa vörð um okkar samfélag. Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir fjórða valdið því þessum völdum fylgir mikil ábyrgð. Ég vil því senda sérstök hvatningarorð til fólks sem sinnir mikilvægum störfum við ólíka fjölmiðla. Ég vil hvetja ykkur sem starfið í fjölmiðlum til dáða í baráttu gegn upplýsingaóreiðu. Ég vil hvetja ykkur til öflugrar blaðamennsku og réttmætrar gagnrýni en forðast að beita hálfsannleik með það að markmiði að veiða athygli lesenda, oft á kostnað réttra upplýsinga. Ég vil hvetja ykkur til að halda í (eða næla í) góða vísindablaðamenn sem ég hef lært að meta mikils. Þið getið haft afgerandi áhrif til að halda ljósinu lifandi og lýsa okkur fram á veginn. Og, þótt fjölmiðlar hafi veigamikið hlutverk þá er ábyrgðin okkar allra og saman getum við gert Ísland að leiðandi ljósi í nútímaheimi. Höfundur er sviðsstjóri á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunnar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun