Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar 15. mars 2025 23:31 Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hefur í áratugi verið ötull baráttumaður fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs. Hann skilur hvað þarf til að tryggja áframhaldandi og vaxandi árangur Háskóla Íslands, góða aðstöðu til rannsókna, rannsóknanáms og nýliðunar akademískra starfsmanna og hann mun berjast fyrir bættri fjármögnun Háskólans og eflingu samkeppnissjóða – enda hefur hann gert það ötullega undanfarin 20 ár, eins og margvísleg skrif hans og opinber framganga sanna. Þess vegna styð ég Magnús í kosningum sem fram fara dagana 18.–19. mars þegar nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands velja sér nýjan rektor. Rektor skiptir miklu máli fyrir framtíð háskólans, kennslu og vísindastarf, stöðu hans og áhrif í íslensku samfélagi. Því ber að fagna að úrvalsfólk er í framboði til rektors, en að mínu mati stendur Magnús Karl öðrum framar. Því styð ég hann. En ég styð hann ekki einungis vegna þess að ég veit að hann mun berjast af krafti fyrir bættri stöðu Háskóla Íslands, sem vísinda- og menntastofnunar. Magnús Karl hefur þann skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi háskóla- og vísindastarfs sem rektor er nauðsynlegur. Hann var deildarforseti læknadeildar í 4 ár og áður varadeildarforseti í 2 ár. Hann hefur verið prófessor og deildarstjóri í lyfja- og eiturefnafræði í 15 ár, afar farsæll kennari, leiðtogi og stjórnandi rannsóknateyma, leiðbeinandi meistara- og doktorsnema og afkastamikill vísindamaður við Háskóla Íslands í og einnig hjá Íslenskri erfðagreiningu sl. 7 ár. Meistara- og doktorsnemar Magnúsar bera lof á hann fyrir hvatningu, góða leiðsögn, mikinn metnað og kröfur, en líka mikinn stuðning. Það sama á við um samstarfsfólk hans. Magnús Karl hefur djúpan skilning á eðli vísinda- og fræðastarfs og mikla yfirsýn yfir vísindastarf langt út fyrir sitt eigið fræðasvið. Hann þekkir vel styrkleika og veikleika háskóla- og vísindasamfélagsins á Íslandi og á alþjóðavettvangi, sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði nám og rannsóknir við University of Wisconsin og National Institutes of Health (NIH). Hann þekkir vel stöðu háskóla og rannsóknastofnana á Norðurlöndunum og í Evrópu gegnum samstarf sem vísindamaður og forseti læknadeildar. Magnús Karl hefur gengt mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, stjórnvöld og íslenskt vísindasamfélag, m.a. sem formaður stjórnar Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, í fagráði Rannís í líf- og heilbrigðisvísindum, í vísindaráði Landspítala, markáætlunum Vísinda- og tækniráðs og sem fulltrúi Íslands í 7. Rammaáætlun ESB um rannsóknir og þróun. Ég kynntist Magnúsi Karli fyrst þegar ég kenndi honum ónæmisfræði á þriðja ári í læknisfræði. Hann var vel að sér, afar áhugasamur og spurði krefjandi spurninga. Það kom ekki á óvart að hann, einn af fyrstu nemendum í læknisfræði, tók valkvætt aukaár til að vinna að vísindarannsókn (um frumulíffræði æðaþelsfruma), sem lagði grunn að vísindaferli hans. Í byrjun aldarinnar fór ég með Davíð Á. Gunnarssyni, þá ráðuneytisstjóra Heilbrigðisráðuneytisins og hópi vísindamanna í heimsókn til National Institutes of Health, sem var liður í markvissu átaki íslenskra stjórnvalda til að auka samstarf Íslands og Bandaríkjanna um vísindarannsóknir á sviði líf- og læknisfræði. Gestgjafinn (NIH) fékk Magnús Karl til að sýna íslensku sendinefndinni National Heart, Lung and Blood Institute, þar sem hann vann við rannsóknir, til kynna okkur fyrir vísindamönnum og rannsóknum á sviði sameindalíffræði blóðsjúkdóma, stofnfrumna og blóðkrabbameina. Magnús Karl hafði hlotið bæði styrki og viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar þar og var greinilega mikils metinn af kollegunum. Brennandi áhugi og metnaður streymdi frá honum og ég hugsaði þá; vonandi á Magnús Karl eftir að flytja heim og taka þátt í uppbyggingu líf- og heilbrigðisvísinda á Íslandi. Sú von rættist. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að vinna með Magnúsi við læknadeild í 13 ár og hjá Íslenskri erfðagreiningu í 7 ár, sem hefur verið gefandi og mannbætandi. Magnús Karl hefur beitt sér til að auka skilning stjórnvalda á lykilhlutverki Háskóla Íslands í íslensku vísinda- og þekkingarsamfélagi, sem einni af grunnstoðum samfélagsins, atvinnulífs og verðmætasköpunar á mörgum sviðum. Hann mun, verði hann kjörinn rektor, efla forystuhlutverk Háskóla Íslands og gera honum kleift að þjóna íslensku rannsóknasamfélagi í heild sinni þannig að hann nýtist íslensku samfélagi til fulls. Hann mun áfram berjast fyrir aukinni fjármögnun háskóla- og vísindastarfs á grundvelli gæða og árangurs í þágu velferðar og velsældar, fyrir eflingu rannsóknanáms, rannsókna og nýsköpunar, aukinni nýliðun, bættri aðstöðu og auknu samstarfi innan skólans og við innlendar og erlendar stofnanir og fyrirtæki. Einnig eflingu vandaðra kennsluhátta, aukinni fjölbreyttni í kennslu og kennsluháttum, umbun fyrir fyrirmyndar kennsluframlag og auknum sveigjanleika í starfsframlagi milli rannsókna og kennslu. Magnús Karl mun vinna að því að háskólinn verði eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi nemendur og starfsfólk. Magnús Karl verður sem rektor, nái hann kjöri, sterkur og trúverðugur talsmaður háskólans, vísinda, menntunar, menningar og félagslegs réttlætis, hér heima og á alþjóðavettvangi. Hann er miklum mannkostum búinn, hann er öflugur leiðtogi með skýra framtíðarsýn, réttsýnn og fylginn sér. Hann hlustar og á auðvelt með að setja sig í spor annara, er laus við hroka og yfirlæti. Hann hrífur fólk með sér til góðra verka. Þess vegna styð ég Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor emerita við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun